Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Nautakjöt...

í Tilveran fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Lögbundin lágmarkslaun hérna eru reyndar frekar lág… um 430 krónur á tímann - en mér er sama, þú átt ekki að þurfa að vinna í meira en klukkutíma fyrir kílói af nautakjöti. En húsaleiga hérna er yfirgengilega dýr.

Re: Nautakjöt...

í Tilveran fyrir 18 árum, 8 mánuðum
1300 krónur?! Ætti ekki að fara yfir þúsund krónur?!? Ég borga 300 krónur fyrir kílóið hérna í Los Angeles og þykir nú alveg nóg…

Re: Er Harmagedón í nánd?

í Dulspeki fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Þú ert á móti þessu bara af því þetta er úr Biblíunni.Algerlega rangt og er ekkert annað en strámaður. Mér er slétt sama hvaðan sögur koma, ef ekkert er til sem bendir til þess að atburðirnir séu raunverulegir, eru sögurnar ekkert annað en það, sögur. Þjóðsögur Jóns Árnasonar hafa flestar álíka mikið sem bendir til að þær hafi átt sér stað, eins og sögurnar úr Bibliunni. Staðirnir eru til, staðháttum er oft lýst mjög vel. Einhverjar manneskjur sem notaðar eru í sögurnar eru jafnvel...

Re: Bandaríkin=heimskingjar

í Tilveran fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Þú þarft aðeins að opna augun vinur. Kíktu hingað: http://news.bbc.co.uk/2/hi/science/nature/4708459.stm og hingað: http://www.talkorigins.org/faqs/speciation.html og hingað: http://www.talkorigins.org/faqs/faq-speciation.html Allt dæmi um það hvernig dýrategund breytist í aðra dýrategund, sem við (menn) höfum getað fylgst með. Þannig að fullyrðingar eins og sú sem þú varst að sletta fram, er ómerk.

Re: Skrítinn staðhæfing í Fréttablaðinu

í Tilveran fyrir 18 árum, 8 mánuðum
LOL

Re: Skrítinn staðhæfing í Fréttablaðinu

í Tilveran fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Það eru nú einmitt deilur um það meðal sérfræðinga hvort kúamjólk er okkur holl eða ekki. Það eru margar aðrar fæðutegundir sem veita manninum kalk, þannig að það er ekki næg ástæða til að einblína á mjólk. Kúamjólk er frá náttúrunnar hendi fullkomin næring fyrir kálfa. Mæðramjólk er frá náttúrunnar hendi fullkomin næring fyrir börn. Börn eru ekki eins og kálfar.

Re: Skrítinn staðhæfing í Fréttablaðinu

í Tilveran fyrir 18 árum, 8 mánuðum
þar sagði hún að Kínverja sem bjuggu upp í sveit og drukku ekki mjólk voru með lægri tíðni krabbameins og svo að Kínverjar sem bjuggu í Borgum ogdrukku mjólk voru með hærri tíðni krabbameins.Þetta er post hoc rökvilla. Samkvæmt þessarri setningu þá er alveg eins hægt að halda því að það valdi krabbameini að búa í borg.

Re: Skrítinn staðhæfing í Fréttablaðinu

í Tilveran fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Þetta er tæknilega rétt, en kettirnir myndu ekki drekka mjólkina ef við ekki gæfum þeim hana - kettir myndu ekki hafa fyrir því að eltast við beljur (eða önnur dýr) til að ná úr þeim mjólkinni. Það væri kannski réttara að orða það þannig að við séum eina spendýrið sem vísvitandi og viljandi drekkum mjólk úr öðru dýri (kettirnir vita ekki að mjólkin sem við gefum þeim kom úr belju). Það eru talsverðar deilur um það meðal séfræðinga hvort beljumjólk sé mönnum holl eða ekki.

Re: Skrítinn staðhæfing í Fréttablaðinu

í Tilveran fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Beljumjólk er ekki góð fyrir þig nema þú sért kálfur.

Re: Er Harmagedón í nánd?

í Dulspeki fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Það eru engin sönnunargögn til staðar fyrir því heldur að Gyðingarnir hafi ráfað um eyðimörkina í 40 ár (samt, ég veit hvað við karlarnir erum þrjóskir við að spyrja til vegar). En þetta er röng ályktun hjá þér, Lecter og er annað hvort byggð á misskilningi eða ranghugmynd um trúlausa (ranghugmynd sem er mikið otað fram af kirkjunnar mönnum og öðrum strangtrúuðum). Við efasemdarmennirnir erum ekki í þeim bransanum að neita hlutum sem hægt er að sanna. Efahyggjan byggir einfaldlega á því að...

Re: Er Harmagedón í nánd?

í Dulspeki fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Sú vitneskja og sannfæring að Guð sé til er jafn mikil staðreynd fyrir mér að vita að Titanic sökk í jómfrúarferðinni sinni.Einn reginmunur: Sönnunargögn eru til staðar til að sýna fram á Titanic. Það eru nákvæmlega engin sönnunargögn til fyrir tilvist guðs í nokkurri mynd. Engin. Algerlega ósambærilegir hlutir. Annað er vitneskja, hitt er blind trú.

Re: Fellibylurinn Katrín og aparnir

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Þú hefur þá augsýnilega ekki lesið þetta svar mitt: http://www.hugi.is/deiglan/articles.php?page=view&contentId=2448730#item2454685

Re: Fellibylurinn Katrín og aparnir

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Það er ekki eitt einasta dæmi um að það hefi verið mismunað fólki þarna vegna húðlits.Mismunun þarf nú ekki að vera í flóknu formi: http://216.239.54.9/blogger/2410/214/1600/loot1.jpg

Re: Fellibylurinn Katrín og aparnir

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Svæðið sem er nánast í eyði, er 235.000 ferkílómetrar. Það er 2.35x stærra en Ísland. Hættu svo að tala um að þetta sé fólkinu sjálfu að kenna fyrir að hafa ekki farið. Megnið af þessu fólki er fólk sem er með $8.000 eða minna í árstekjur (undir 500.000) og á ekki farartæki eða átti ekki fyrir eldsneyti. Hið opinbera brást algerlega, því lögum samkvæmt átti að nota skólabíla og önnur fólksflutningatæki til að hjálpa þessu fólki, en þau farartæki voru aldrei hreyfð og liggja núna undir vatni....

Re: Fellibylurinn Katrín og aparnir

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Björgunarsveitirnar brugðust vissulega ekki of fljótt við en svona er lífið og Bush gerir það sem hann getur til að bjarga fólki Bandaríkjana.Svona er ekki lífið. Svona var ekki lífið og svona má það ekki vera. Björgunarsveitir brugðust, punktur. Þú ert með höfuðið svoleiðis á kafi í rassinum á Bush að þú sérð eingöngu það sem vísar að naflanum á honum. Það þarf ansi skemmda manneskju til að verja Bush á svona tímum. Öll hans fjölskylda er meira og minn geðbiluð. Hér er t.d. setning sem...

Re: Fellibylurinn Katrín og aparnir

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Já, þetta var skammarleg setning hjá skugga - en hann er að einmitt að falla í þá gryfju að vera Bush-maður fyrst, manneskja svo. Hér er annars góð grein eftir sjónvarpsmanninn Keith Olbermann, sem er með þátt á MSNBC. http://www.msnbc.msn.com/id/8514671/ Þessi pistill er örlítið breyttur frá því sem hann las í sjónvarpinu, en er nánast eins. Hann fer ekki fögrum orðum um ríkisstjórnina þarna.

Re: Fellibylurinn Katrín

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Þú ert enn ekki búinn að svara spurningunum, svo ég legg þær hér fram aftur: Er það vinstrimönnum á Íslandi að kenna að Davíð var forsætisráðherra eins lengi og hann var? Er það á ábyrgð hægrimanna að Ólafur Ragnar er Forseti Íslands? Ef þú svarar þessum spurningum neitandi, þá er það heldur ekki á ábyrgð þeirra bandaríkjamanna sem kusu Gore og Kerry að Bush er forseti í dag - og ábyrgðarlausar fullyrðingar þínar dæmast því dauðar og ómerkar. Svo vil ég benda á að þótt Louisiana sé ‘rautt’...

Re: Fellibylurinn Katrín

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Þú svaraðir ekki spurningum mínum.

Re: Rollan í Rétti?

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Jamm, þetta er mjög heimskulegt. Ef lausaganga búfénaðar er leyfð af hreppsstjórninni, þá ætti hreppurinn að bera ábyrgð á því að sú lausaganga valdi ekki tjóni á eignum almennings - þar sem þetta eru jú heimskar skepnur sem vita ekki hvar þeim er leyfilegt að vera og hvar ekki.

Re: Fellibylurinn Katrín

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Það getur ekki verið að þú hafir lesið það sem ég skrifaði í þessum þræði.

Re: Fellibylurinn Katrín

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Hefurðu heyrt talað um punkta og kommur? Hvernig er það okkur að kenna sem kusum hinn? Hvernig er það okkur að kenna að fleiri skyldu kjósa Bush (þó það sé reyndar fjölmargt sem bendi til margþættra kosningasvika í Florida og Ohio)? Ég skil ekki svona hugsanahátt, þetta er alger rökleysa hjá ykkur. Er það vinstrimönnum á Íslandi að kenna að Davíð var forsætisráðherra eins lengi og hann var? Er það á ábyrgð hægrimanna að Ólafur Ragnar er Forseti Íslands? Hugsaðu aðeins áður en þú slengir fram...

Re: Fellibylurinn Katrín

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Láttu ekki eins og asni. Í fyrsta lagi kaus ég ekki þetta fífl. Það sem meira er, helmingur kjósenda kaus hann ekki (reyndar kaus helmingur manna með atkvæðisrétt alls ekki, þannig að rétt um fjórðungur þjóðarinnar valdi þetta gerpi). Í öðru lagi, þá er ekkert sem réttlætir að fordæma heila þjóð útaf vanhæfni leiðtogans. Hefurðu aldrei heyrt máltækið um skóginn og trén? Hvað með bókina og kápuna?

Re: Fellibylurinn Katrín

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Ég hef tvennt við þig að segja: 1. Skammastu þín fyrir að dæma saklausa borgara fyrir syndir leiðtoganna. 2. Fyrir mína hönd og annarra íbúa Bandaríkjanna: Fuck you.

Re: Fellibylurinn Katrín

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Manstu eftir “The Buck Stops Here!”? Forsetinn ber ábyrgð á því að kerfið hangi gangandi, það fylgir embættinu. Kerfið brást, því er það á ábyrgð forsetans. En það er ekki það sem er aðalmálið og má deila um endalaust. Hins vegar er óumdeilanlegt að viðbrögð forsetans við hörmungunum voru algerlega óviðunandi. Hann fer í golf, vælir yfir því að þurfa að fara 2 dögum fyrr heim úr 5 vikna sumarfríi og svo reynir hann að slá á létta strengi - og lætur ekki sjá sig fyrr en heilum 4 dögum eftir...

Re: Fellibylurinn Katrín

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Það var ekki búist við svona fjölda í borginni, en það afsakar ekki framkvæmdaleysið - því skipulagningar þurfa alltaf að gera ráð fyrir worst case scenario - sem hefði verið “allir enn í borginni”. Fjöldinn er því engin afsökun. Ástæðan er í raun sú að skipulagning er nákvæmlega engin og fjármagn og fjöldi starfsmanna í neyðarhjálp er skorinn við nögl. Sem dæmi um lélegt skipulag, þá þurfti að flytja 25.000 manns frá SuperDome yfir í annan íþróttaleikvang, en þegar þangað var komið fengu...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok