Fellibylurinn Katrín Á þriðjudaginn seinastliðinn 30 ágúst, reið fellibylurinn Katrín yfir suðurströnd Bandaríkjanna og olli ólýsanlegum skemmdum og skelfingu. Verst fór New Orleans út úr bylnum þar sem langmestur hluti borgarinnar er undir sjávarmáli. Varnargarðar sem koma eiga í veg fyrir að sjór flæði inni í borgina brustu og er yfir 80% borgarinnar á kafi. Skarðið sem kom í varnargarðinn var u.þ.b. 60 metra langt og myndaðist hylur sem talinn er vera 30 metra djúpur. Reynt hefur verið að kasta sandpokum þar ofan í en það er eins og þeim væri kastað ofan í svarthol.
Talið er að hundruðir manna hafi látist og enn eru lík að finnast. Björgunar aðgerðir eru í fullum gangi og er mikið af fólki í sjálfheldu þar sem allt er undir yfirborði vatns. Vitað er um tvö dauðsföll í Alabama en ekki er vitað um ástand í Louisiana og Florida en hundruðir manna létust í Missisippi, og sáust yfir 80 lík í ánni Missisppi.

Borgarstjóri New Orleans hefur miklar áhyggjur af þeim líkum sem fljóta um vegna sýkingarhættu þar sem gerlar myndast fljótt í þeim. Talið er að það taki nokkra mánuði að dæla sjónum útúr borginni en jafnvel lengra þar til fólkið getur snúið aftur til hennar.

Sjálfur hafði ég nokkrar áhyggjur af vinkonu minni sem býr í Texas s.s. við hliðina á Louisiana en svo komst ég að því að hún býr langt inní landi.
En þetta er engu að síður skelfilegur harmleikur og eiga margir um sárt að binda. Ég ætla rétt að vona að allar björgunar aðgerðir gangi hratt og vel fyrir sig.

Dorno