Þannig er nú mál með vexti að ég hentist suður til Reykjavíkur sem er nú svosem ekki frásögu færandi. Nema hvað á leiðini heim verð ég fyrir því óhappi að keyra á kind. Niða myrkur var á Öxnadals heiðini þar sem tjónið átti sér stað og sá ég rolluna aldrei fyrir dauða utanvegar. Lögreglan var þegar á staðnum og skoða annað hræ sem nýbúið var að keyra á. Ég settist upp í bílinn hjá lögreglu og gaf skýrslu og allt sem því fylgir og spyr lögregluna hvernig er með tryggingarmál í þessum efnum. Lögreglan svarar mér því að ég þurfi að borga rollunna en ég fái bílinn bætann. Eitthvað fannst mér nú furðulegt við það. Afhverju að vera borga bódanum rolluna og hann mér tjónið. Flókið ekki satt. Jæja ég fer aftur í bílinn minn sem tjónaðist verulega við þennan árekstur og lögreglan keyrir í burtu. Þá finn ég það að bíllinn er vart ökuhæfur þar kindinn hefur dældað hægra bretti að framan svo mikið að það rekst utan í dekkinn ef ég keyrði ofan í hossu á mikilli ferð. Nóg um það …

Daginn eftir læt ég faðir minn hringja í tryggingarfélagið mitt þar sem hann fær þær viðtökur að ég fái bílinn ekki bætann að neinu leiti og að ég þurfi einnig að borga kindina…
HVERNIG getur það staðist í nútíma samfélagi að ROLLANN er í 100% rétti á öllum vegum landsinns og tala nú ekki um þjóðvegi nr.1 er ekki kominn tími til að breyta þessu?