Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Útbúa valmynd fyrir DVD disk

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Adobe Encore er frábært, en ég get ekki að því gert… ég er farinn að nota DVD Lab Pro mun oftar. Það er til trial af því líka… Menu hönnun er mjög einföld. Bara notar layerað Photoshop skjal eins og í Encore, nema hvað í DVDLabPro þurfa layerarnir ekki að heita eitthvað ákveðið, þú bara smellir, velur og tengir. Nálgast það hérna: http://www.mediachance.com/dvdlab/dvdlabpro.html Ef þú vilt eitthvað idiot proof, þá er TMPGEnc DVD Author drullueinfalt (getur skipt út bakgrunnsmyndunum með...

Re: Bush vill Intelligent Design inn í skóla

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Þetta með loftsteininn er ekki alveg rétt, þó vissulega sé það skemmtileg tilgáta. Upphaf lífs á jörðinni er agnarsmár hluti af kenningunni. Hvað varðar upphafið, þá er líklegast að aðstæður á jörðinni hafi einfaldlega orðið til þess að amínósýrur mynduðust, sem svo með hjálp aðstæðna og eldinga mynduðu lifandi einfrumunga. Einfrumungar voru eina lífið á jörðinni í milljarða ára, þar til flóknari verur þróuðust, fyrir slysni. Á milljörðum ára urðu til sífellt flóknari lífverur. Ég er ekki...

Re: Bush vill Intelligent Design inn í skóla

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
En af hverju eru vísindi meira “almenn” en trúarbrögð?Grundvallarmunurinn er einfaldur: Vísindi notast við rannsóknir, tilraunir og skoðun á sönnunargögnum til að komast að rökréttri niðurstöðu. Trúarbrögð notast við innantómar fullyrðingar, ósannanlegar sögusagnir og blinda ‘trú’ til að styðja fyrirfram mótaðar niðurstöður (í þessu tilviki þær fráleitu niðurstöður að Guð hafi skapað heiminn eins og segir í Genesis, jafnvel þó misræmi sé í Genesis bókunum). Þar sem aldrei hefur verið sýnt...

Re: Bush vill Intelligent Design inn í skóla

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Reyndar verð ég að taka undir þau orð að fara varlega með svona fullyrðingar, þar sem það er vel hægt að mistúlka þau og nota gegn okkur. Það er ekki hægt að fullyrða að við séum komin af öpum. Hins vegar er hægt að fullyrða að nútíma maður og nútíma api eigi sameiginlegan forfaðir. Hvar stofninn skiptist í þróunarsögunni hefur ekki verið hægt að negla niður. En, þróunarkenningin er staðreynd. ID er sama bullið og sköpunarvitleysan.

Re: Bush vill Intelligent Design inn í skóla

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Hann hefur rétt á því að berjast fyrir því sem hann telur vera rétt, eins og allir aðrir.Ekki samkvæmt skjalinu sem gefur honum völdin, stjórnarskránni. Hann má berjast fyrir því sem hann telur vera rétt í sínum frítíma. Meðan hann er forseti, sem er jú 24 klst á dag, ber honum skylda til að berjast fyrir því sem VIÐ teljum rétt. Hann var jú ráðinn til að vinna fyrir okkur, en ekki sjálfan sig eða vini sína. Þannig er kerfið hérna hannað, þó hann og vinir hans vilji ólmir breyta því til að...

Re: Bush vill Intelligent Design inn í skóla

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Intelligent Design, (ID), á ekkert erindi inn í almenna skóla og útskýringin er einföld: Þróunarkenningin er vísindaleg kenning sem hefur farið gegnum áratugi af naflaskoðun, frekari rannsóknum, rannsóknum á niðurstöðum rannsókna o.þ.h. ID er trúarhugmynd sem hefur aldrei verið rannsökuð, aldrei farið í gegnum neitt ferli endurskoðunar eða öflunar sönnunargagna. Ef þú spyrð stuðningsmann ID hvaða “hönnuð” verið er að tala um, getur hann hugsanlega farið undan í flæmingi, en í ÖLLUM tilvikum...

Re: Whose Line Is it Anyway?

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Jamm, þú hefur fullan rétt til þess. En þegar þú gerir lítið úr fólki sem hefur ekki sama smekk og þú, gengurðu of langt. Að væla yfir einhverjum þáttum á vefsíðu eins og huga, það er barnalegt - gæti jafnvel talist stigahór… Just let it go, man.

Re: Whose Line Is it Anyway?

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Þetta eru MJÖG fyndnir þættir. En eins og með svo margt annað, þá er til fólk sem ekki ‘fattar’ spuna. Þessir þættir gengu í 7 ár hér í BNA og gerðu það bara fínt (jafnvel þó þeir væru í sjónvarpinu á sama tíma og Friends - það timeslot var alltaf álitið dauðahafið). Smekkur manna er misjafn og kímnigáfa er misjöfn, sem betur fer. Þú fílar ekki þessa þætti… gott og vel. Skiptu þá um rás eða slökktu á imbanum þegar þeir eru í sjónvarpinu, en ekki væla um það á huga.

Re: Um þróun lífsins

í Dulspeki fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Láttu ekki eins og fífl. Líttu í spegil. Þarna… búinn að sanna að þú sért til. Ég útskúfa ekki neinu og afneita engum gildum. Málið hérna er að sköpunarsagan er ekki gild og því engu þar að afneita. Vísindahugsun byggir á því að taka öllum nýjum gögnum og draga af þeim niðurstöður, jafnvel þó niðurstöðurnar séu í andstöðu við fyrri niðurstöður. Hvað varðar það sem ég hef nefnt á þessarri síðu benda öll þau gögn sem til eru á sömu niðurstöðu. Og þessi gögn eru fleiri milljarðar af einstökum...

Re: Um þróun lífsins

í Dulspeki fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Aldursgreining er byggð á sömu tækni og notuð er við kjarnorku. Ef aðferðin væri röng, væru ekki til kjarnorkuver og engar kjarnorkusprengjur hefðu verið smíðaðar. Með því að hafna aldursgreiningum vísindamanna á þeim forsendum að aðferðin sé ónákvæm, er verið að hafna áratuga sannreyndum vísindum sem notuð hafa verið okkur bæði til framdráttar og í stríðsskyni. Hver sá sem hafnar carbon dating sem óáreiðanlegri aðferð, afhjúpar fáfræði sína um leið.

Re: Bush vill Intelligent Design inn í skóla

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Ég hélt að það ríkti trúfrelsi þarna! Er ekki verið að brjóta gegn þeim sem ekki trúa á Guð með því að þröngva kenningum kirkjunnar upp á þá í skólanum þar sem fólk er skildað til að læra námsefnið? Er þetta yfirhöfuð löglegt?Nei, þetta er ekki löglegt. Þetta er skýlaust stjórnarskrárbrot. Fyrsta viðbótargrein stjórnarskrár BNA hveður skýrt á um að ríkið skuli aldrei hylla undir nokkra trú, né hefta frelsi manna til að iðka trú. Trúfrelsi þýðir ekki bara frelsi til að velja hvaða trú sem er,...

Re: Um þróun lífsins

í Dulspeki fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Vá, þvílíkur heilaþvottur á þínum bæ. Og svo ertu hortugur í þokkabót. Úff. Ekki til verri samsetning en fáfræði og hroki. Þessi síðustu skrif þín eru ágætis dæmi um slíkt. Það er semsagt aðferðafræði vísindanna að kenna að þú getur ekki sannað tilvist guðs? Alveg er þetta dæmigert fyrir svona jesúplebba eins og þig að þegar þú ert rakinn út í horn með vísindalegum rökum, ræðstu á vísindin sem heild. Það er kannski rétt að minna þig á það að þessi ‘ófullkomna’ aðferðafræði sem þú talar um,...

Re: Um þróun lífsins

í Dulspeki fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Ef þú ert fróðleiksfús og ert tilbúinn að hugsa dæmið rökrétt, þá ættirðu ekki að vera í vandræðum með að kynna þér önnur gögn, ekki satt? Hvernig væri að þú kíktir á eftirfarandi vefsíðu: http://www.truthorfiction.com/rumors/d/darwin.htm Kíktu líka á: http://www.skepticsannotatedbible.com/ Ef þú ert opinn og ert tilbúinn að hugsa sjálfstætt án þess að bera það við eða undir aðra, þá geturðu dregið þínar eigin niðurstöður. Því miður þarftu að hafna rökhugsun til að halda í kreddur eins og...

Re: Um þróun lífsins

í Dulspeki fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Sorry, þetta virkar ekki þannig og það sem þú sagðir sannar ekki neitt. Fyrst verðurðu að sanna tilvist Guðs, áður en þú reynir að sanna að hann hafi gert eitthvað (svona fyrir utan að þá segirðu að hann hafi uppgötvað það, ætti hann ekki að hafa búið það til eins og allt annað?) Þar sem þú getur ekki sannað að Guð hafi verið til, þá eru allar rökfærslur sem grundvallast á tilvist hans ómerkar með öllu. Sköpunarsaga Biblíunnar er bull og þvæla frá a til ö. Í þeirri fyrstu bjó Guð til Adam og...

Re: Um þróun lífsins

í Dulspeki fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Sorry… þú getur ekki geymt kökuna og borðað hana líka. Júdeo-kristnir eru búnir að eyða síðustu 2000 árum í að reyna að sannfæra fólk um að Guð hafi skapað heiminn og manninn og að Biblían sé óskeikul í því efni, þar sem hún sé orð Guðs. Þróun lífsins á jörðinni er hins vegar óhrekjanleg vísindaleg staðreynd. Með því að reyna að heimfæra þróunina upp á Guð, verður fólk uppvíst að því sem kallast “síðbúin réttlæting”, eða “justification after the fact” eins og það er kallað á ensku. Þar sem...

Re: Tíunda pláneta sólkerfisins fundin!!

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Ég veit að þetta átti að vera fyndið hjá þér, en stjarna er ekki sama og pláneta. Stjarna er sól.

Re: Atvinnubílstjóraaðgerðirnar

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Þá er þetta ágætis hvatnig til að kaupa sparneytnari tæki og bifreiðar. Var það ekki annars hluti af rökunum gegn þessu, að ekki væri verið að hvetja fólk til að kaupa dísel frekar en bensín á þeim forsendum að díselbílar væru sparneytnari? Þú getur ekki geymt kökuna og borðað hana líka…

Re: Guð er bæði persónulegur og ópersónulegur

í Dulspeki fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Abigel, hvað á það að þýða að samþykkja svona ruglumbull? Lastu bara fyrstu málsgreinina, eða hvað? Permanent, ég vil benda þér á eftirfarandi vefsíðu: http://tinyurl.com/94deq

Re: Atvinnubílstjóraaðgerðirnar

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Þeim ber að nota ólitaða olíu, þar sem þeirra ökutæki eru atvinnutæki. Rök þeirra gegn þessarri breytingu eru því ómerk, þar sem þeir segja að þessi breyting dragi úr því að hvetja fólk til að kaupa Díselbíla sem dragi úr mengun (sem er rangt, því díselbílar menga meira en bensínbílar, en bara ekki þeirri mengun sem veldur gróðurhúsaáhrifum og fær því minni umfjöllun). Eins og ég sagði, þá held ég að þetta snúist um ‘sparnaðinn’ sem fólst í því að svíkja undan þungaskattinum.

Re: Atvinnubílstjóraaðgerðirnar

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Mig langar að líma hérna hluta af frétt af mbl.is: „Ef að menn hugsa ekki sinn gang þá endar það með því að við lokum Reykjanesbrautinni. Þá leggst af millilandarflug og ef þetta stendur í einhverja daga þá leggjast af allar millilendingar því flugvöllurinn verður eldsneytislaus.“ Sturla telur það ekki líklegt að vegum verði lokað í dag en hann á eftir að heyra í sínum hóp og segir að ákvörðun verði tekin eftir það. „Það er skelfing ef fólk kemst ekki til og frá landinu. Ef það verður ekki á...

Re: Atvinnubílstjóraaðgerðirnar

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Varstu að svara mér? Finnst eins og þú hafir verið að vitna í eitthvað sem ég sagði ekki. Jamm, þetta er kostnaður sem áður var innheimtur með þungaskatti, en núna olíugjaldi. Munurinn er enginn, nema sá að þeir sem sviku undan þungaskattinum áður þurfa að borga hann núna. Ef þeir líta á það sem tekjutap, þá er það þeirra vandamál og þeir þurfa að endurskipuleggja reksturinn. Hvað með það þó þetta kosti hann 100þ á mánuði? Kúnninn þarf að borga þetta, ekki hann. Það er ekki eins og...

Re: Atvinnubílstjóraaðgerðirnar

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Bara handtaka þessa lúða. Þeir eru bara fúlir afþví að þeir geta ekki lengur svikist undan þungaskattinum. Að loka umferðaræðum í mótmælaskyni er alltof langt gengið. Þeir geta bara farið í kröfugöngur eins og aðrir. Svo virðist líka sem þeir séu svo ákveðnir í að trufla umferðina að þeir neita að fara á fund ráðherra… sem er alger forheimska og gerir ekkert nema að fá landann upp á móti þeim. Ég styð heilshugar lögregluna í þessu máli og vil að einhverjir þessarra manna gisti fangageymslur.

Re: Besta Kvikmyndin

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Magnaður fjandi að nefna Butterfly Effect og Ocean's 11/12 í sömu andrá og hinar sem allar eru gæðamyndir. Engin leið að nefna eina mynd, en ef ég ætti að nefna nokkrar af handahófi: JFK, Schindler's List, The Pianist, Pulp Fiction, Million Dollar Baby, Seven, Close Encounters of the Third Kind, Back to the Future, LOTR myndirnar, Raiders of the Los Ark, The Empire Strikes Back, The Godfather, Shawshank Redemption, Contact, Citizen Kane, Casablanca, When Harry Met Sally, The Abyss, The...

Re: TV-PC hjálp

í Hugi fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Aðeins meiri nákvæmni? Þú veist ekki einu sinni hvað DPI stillingin gerir og ætlar að fara að fikta í tv-out? Ég var búinn að segja hvar tv-out stillingin er.. og hún er ekki hjá DPI. Fyrirgefðu ef þetta hljómar hastarlegt hjá mér, en ég bara hef ekki tíma fyrir newbie-101.

Re: TV-PC hjálp

í Hugi fyrir 18 árum, 10 mánuðum
DPI?!? Dude… you're in way over your head. Fáðu einhvern til að gera þetta fyrir þig.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok