Hvernig stendur á því að valdamesta þjóð í heiminum sem bjargaði okkur frá kommúnisma, yfirbugaði Sadam og sendi Bin Laden í óbyggilegt fjallaland gat ekki, meira en viku eftir fellibylin Katrín, bjargað sínum eigin þegnum af húsþökum í New Orleans?
Hvað á það að þýða að telja fólki trú um að mikilvægast sé að koma í veg fyrir þjófnað í þessari ringulreið á meðan björgunaraðgerðir sitja á hakanum?
Íhugið eitt; þeir sem komust undan þessu voðafreti móðurnáttúru var efnafólk, eftir sátu fátæklingar sem komast ekki neitt út af því að þeir eiga ekki neitt (í Bandaríkjunum verður maður helst að eiga eitthvað). Í hita leiksins kemur svo górillan (Bush forseti) og segir að meginmálið sé að koma í veg fyrir þjófnað. Þetta apa fylkisstjórar og öldungardeildarþingmenn eftir honum eins og fátt annað sé mikilvægara en að vernda eignarétt þegar um hamfarir er að ræða. Hverja er verið að vernda? Eignir hinna ríku eða sauð-(bókstaflega)svartann almenning? Af hverju gaf Bush ekki skotleyfi á sína eigin hermenn þegar þeir rændu menningarverðmætum í Baghdad, þar var þó allavega um eitthvað verðmætt og sögulegt að ræða. Getur verið að Bandaríkjamenn svo séu gersamlega blindir á siðmenningu að þeir telji 50 ára gamalt plötusafn með Elvis í New Orleans merkilegra en þúsund ára minnjar um sögulega þróun í Baghdad?