Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Harry Potter garður (17 álit)

í Harry Potter fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Ég sá í linki sem ég fann á MuggleNet.com (góð síða, tékkið á henni) frétt um konu að nafni Vicki Marson með fyrirsögnina “Magic to boost a charity.” Sú umtalda býr í Lichfield og gerði að eigin sögn garðinn til þess að afla peninga til styrktar Burton Queen's Hospital sem sér um þá sem þjást af brjóstkrabbameini. Þetta tók hana 9 mánuði. Þarna er að finna allskonar hluti, kastalarústir, köngulær, einhverskonar Dobby líkneski og margt fleira. Vicki segir sjálf: "Ég vildi gera fantasíugarð...

Gormur (17 álit)

í Myndasögur fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Þetta er grein sem að ég ætlaði einu sinni að senda á myndasögur en fór óvart á brandara. En hér er hún: Gormur er furðuvera, gul og svört með langt skott og tekur upp á ýmsu sem önnur dýr hafa ekki sést gera. hann hefur talað, lamið fólk og gert fleira undarlegt. Hann er þó ósköp ljúfur við þá sem eru góðir við hann. Hann er ein af vinsælustu persónunum sem koma frá Belgíu en hann er hluti af sögunum um Sval og Val(Spirou). — Upphaflega bjó Gormur í frumskógi þar sem engum hafði tekist að...

Ertu með jólin á heilanum? (17 álit)

í Hátíðir fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Jólin eru góður tími ársins og þetta er gott og blessað áhugamál enn það er hægt að ganga of langt. Þú ert komin yfir strikið ef: 1. Þú ert með mynd af jólasveininum fyrir screensaver allt árið. 2. Þú bakar piparkökur 1 í mánuði. 3. Þú lest jólasögur á miðju ári. 4. Þú situr við strompinn á kvöldin og bíður. 5. þú setur skóinn út í glugga 13 sinnum í mánuði þér til skemmtunar. 6. Þú situr út í glugga og bíður eftir snjónum. 7. Þú skoðar jólasíður á netinu á sumrin. 8. Þú stenst ekki að glápa...

Laufblað (1 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Ég er laufblað, sem hreyfist með vindinum, ég hleyp eftir götunum, í kapphlaupi við náttúruna. Ég er ónæmt fyrir kulda. Eftir því sem ég vafra um lengur, verð ég verra á mig komið, og á endanum. . . lægir vindinn og ég vinn.

Sjónvarpsmarkaðurinn í dag (5 álit)

í Sjónvarpsefni fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Jæja, nú erum við íslendingar ekki stór þjóð, eða réttara sagt circa 300.000. Þrátt fyrir það erum við með agalega mikið af sjónvarpsrásum miðað við stærð. Nú bætist sú áttunda (sem að næst í Reykjavík. Ég er ekki enn farinn að skilja hvernig stöðvarnar fara að því að tóra. Eru þær allar bláfátækar eða eru íslendingar bara svona miklir sjónvarpsgláparar? Hvernig sem því líður eru stöðvarnar bláfátækar. Ríkissjónvarpið þarf svo sannarlega á meiri fjárveitingu að halda og það þarf að lífga við...

Gráni á Skáni (1 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Langan veginn hann tölti, á sínu rölti, hesturinn minn, hann Gráni, um skikann sinn á Skáni. Í Svíþjóð sér hann undi, ýmsar góðar stundir hesturinn minn, hann Gráni í skikanum sínum á Skáni. Hann fékk að lokum nóg, og datt niður og dó, hesturinn minn hann Gráni í skikanum sínum á Skáni. Hann áfram þar liggur dægrin löng, með fánann blakandi í hálfa stöng, hesturinn minn, hann Gráni í skikanum sínum á Skáni.

Hvar vil ég vera? (1 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Ég hef komið þangað sem húsin eru há, ég hef verið þar sem vatnið er tærast, ég hef hef séð það sem allir vilja sjá. Ferðast um, klifið fjöll, lent í ævintýrum. En heima er best…

Sér íslenskt (17 álit)

í Kvikmyndagerð fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Kvikmyndagerðin blómstrar aldeilis á Íslandi um þessar mundir. Friðrik Þór og margir fleiri eru að vinna að nýjum kvikmyndum. Eitt er samt dálítið að pirra mig. Það er hvað Ísland fær lítið að njóta sín sem sérstakur, hvað ´´a ég að segja, hópur mynda. Myndirnar eru alltaf í samvinnu við erlenda aðila. Jú, ok, maður getur skilið það. Kvikmyndir eru nú einu sinni dýrar í framleiðslu. En svo finnst mér þetta gengið of langt þegar myndin er líka tekin á ensku eða jafnvel einungis á ensku eins...

Asterix sagan (5 álit)

í Myndasögur fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Þýtt lauslega af:www.williams.com/astronomy/jsd/asterix/history.htm Árið er 50 fyrir krist Rómverjar stjórna Gallíu. Reyndar ekki alveg allri… Eitt smáþorp gaulverja berst harkalega gegn þeim. Og lífið er ekki auðvelt hjá hermönnunum sem gæta herbúðanna Tototum, Aquarium, Laudanum og Compendium. En förum út í smá baksögu. Asterix var skrifaður af tveimur höfundum, René Goscinny og Albert Uderzo sá seinni var hugmyndasmiður en sá fyrrnefndi teiknarinn. Asterix birtist fyrst árið 1959 þegar...

Náttúran og ég (3 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Ég sá fossinn og ég gekk að honum, leit upp og sá hvað hann var hár og á stanslausri niðurleið alveg eins og líf mitt. Ég sá blómið og gaut augunum að því, leit niður og sá hvað það var lítið og það vex þar til það fölnar alveg eins og ég. Svona erum við lík, náttúran og ég.

Millivegurinn (2 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Hann er gáfaður, mikils metinn, þekktur, frægur, dáður, dýrkaður, elskaður, eltur, frábær, yndislegur, æðislegur, dásamlegur, glæsilegur, góðlátlegur og þó. . . er hann heimskur, lítils metinn ófrægur, lítt þekktur, hataður, eltur, illur, vondur slæmur, gráðugur, eigingjarn, ljótur, fáránlegur, leiðinlegur og þó hvort tveggja í senn.

Langt um betra (3 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Ég leita að því sem ég sakna. Ég sný bakinu í það sem ég í raun elska. Ég reiðist þeim sem er nánastur mér. Ég sakna þess sem ég hata mest. Ég gleymi því sem ég þarf helst að muna. Ég er mannlegur.

Skoskur matur (5 álit)

í Matargerð fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Í þessari ritgerð verður fjallað um skoskan mat, drykki og sögu þeirra. Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar minnst er á skoskan mat og skoska drykki er skoskt viskí. Hér verður meðal annars saga þess. Svo vakna upp spurningar. Hvaðan koma skoskar matarhefðir? Hver er þjóðréttur skota? Skotar hafa það fyrir reglu að drekka ekki heima hjá sér nema af sérstökum tilefnum. Þess vegna eru skoskir barir miðpunkturinn í skosku samfélagi. Þannig hefur það verið í margar aldir. Um hádegið og á...

Dc Comics (9 álit)

í Myndasögur fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Dc comics er fyrirtækið sem er aðalsamkeppnisaðili Marvel, en þeir gefa út sögur eins og Batman, Superman, Green Arrow, Batgirl og fleiri. Fyrirtækið var stofnað árið 1935. Nokkrum árum síðar hófst serían Detective comics sem var fyrsta “þemaserían”. Árið 1938 komst Dc comics aftur með nýjung í teiknimyndasögum, Action comics, þar sem Superman kom fram. Nokkru síðar kom fram á sjónarsviðið önnur þekkt teiknimyndapersóna, nefnilega Batman, og kom hann fyrst fram í Detective comics. Vinsældir...

Hreyfimyndagerð (19 álit)

í Kvikmyndagerð fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Í skólanum mínum er nú verið að gera hreyfimyndir sem eru kannski ekki á hátæknilegu plani en koma þó vel út. Það eru persónurnar klipptar út og litaðar eða saumaðar eða eithvað. Það er notuð venjuleg Digitalcamera en notaður valkosturinn framerec sem að tekur þrjá myndramma í einu og svo er boðið upp á Audio Dub þar sem hægt er að tala inn á. út úr því koma nokkrar stuttar myndir. Fólk getur gert þetta heima hjá sér í vél og á kannski aðeins meðnaðarfyllri hátt en einhver lame skólamynd. Ég...

Mig dreymir (6 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Það sefur, það hrýtur, liggur, það snýr sér, það dreymir. Það er rólegt, yfirvegað, annarsstaðar, bíður, eftir að vakna. Það er ég

Ferdinand í myndasögum Moggans (27 álit)

í Myndasögur fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Hver kannast ekki við að skoða myndasöguhornið í blaðinu og hlæja. Kannski ekki allir. Þetta var einu sinni það eina sem ég las. Þar var ferdinand í uppáhaldi. Han talar ekki heldur lætur myndirnar tala en aðrar misgóðar sögur birtast líka þarna, grettir, ljóska, Hundalíf og fleiri. Ferdinand hefur verið fastur liður í áraraðir. Sögurnar eru eftir Reir. Mik og standa ávallt fyrir sínu. Hann lendir í ýmsu ásamt konu sinni og syni sínum í þesssum stuttu sögum. Smáfólk kemur ekki sérlega vel út...

Jörðin var, er og verður (1 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Jörðin var auð og tóm, þar til vatnið skóp líf, þá hófst veraldarsagan og lýður enn. Jörðin iðar af lífi, maðurinn stefnir sér í hættu, með stríði gegn sjálfum sér, sem enn stendur yfir. Jörðin verður á sínum tíma, háþróaðri en nú, staður sem á endanum eyðist en gleymist ei.

Spiderman (8 álit)

í Myndasögur fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Spiderman er gömul hetja. Hún kom Stan lee inn á kortið og hefur æ síðan hún varð til verið skrifuð vikulega í mörgum blöðum. Sagan var meira að segja orðin svo ruglingsleg að nú er verið að gefa út blaðið Ultimate Spiderman sem er að öllum líkindum ætlað að slétta söguna aðeins. Kvikmynd er komin og önnur á leiðinni. En er Spiderman sá sami og í upphafi? Stan Lee gerir allavega ekki mikið sögur um hann lengur en Köngulóin er tvímælalaust vinsælasta teiknimyndahetja Marvel, sem dæmi um annað...

Heitur matur (15 álit)

í Skóli fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Í mínum skóla var byrjað í fyrra að bjóða upp á heitan mat. Í fyrsta skipti þegar hann kom hugsaði ég: Namm, kjötbollur, loksins eitthvað gott, dálítil fita á botninum, kannski svoldið kaldar ekkert mál. En þegar fleiri og fleiri óhollir kjötréttir með sífellt meiri fitu fóru að berast og skemmd epli, kíví og bananar fylgdu með var mér sko nóg boðið. Málið er að ég er með frekar viðkvæman maga og svona firu mikill matur fer ekki vel í mig, en þetta er það eina sem boðið er upp á. Í upphafi...

Allt var gott í gamla daga (Hugsun gamals manns) (12 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Hvar er allt sem áður var? Hvar er samúðin? Hvar er sveitin? Ég fæ ekkert svar Ég fæddist fyrir áratugum þá var allt mikklu betra þá hafði fólk minni þörf fyrir veraldleg gæði En ég er gamall og fæ ekki að verða ungur aftu

Fyrir utan friends (21 álit)

í Gamanþættir fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Ýmislegt sem leikararnir hafa leikið í fyrir utan í friends. Sumt er enn í vinnslu. bara svona fyrir áhugasama. Matt LeBlanc: Charlie's Angels: Full Throttle Broad Daylight All the Queen's Men Charlie's Angels Lost in Space Red Shoe Diaries 7: Burning Up Ed Lookin' Italian Reform School Girl Killing Box, The Red Shoe Diaries 3: Another Woman's Lipstick “Vinnie & Bobby” “Top of the Heap” Anything to Survive “TV 101” Matthew perry: Fever Whole Ten Yards, The Beginning of Wisdom, The Serving...

Friends fortíðar og framtíðar (32 álit)

í Gamanþættir fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Eru nýju þættirnir betri en þeir gömlu. Það er mjög misjafnt hvað fólki finnst um þetta. Sumir eru á því að 9 sería hafi lyft þáttunum aftur á hærra plan. 8, 7 seríurnar hafi kannski ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir. En það er staðreynd að þeir verða sífellt vinsælli og auglýsingarnar sem skotið er inn á milli (í Bandaríkjunum) kosta milljónir. Svo lítur út fyrir að leikararnir heimti ansi hátt kaup fyrir myndatöku þar sem maður sér greinilega á hylkjunum á nýjustu seríunum að það...

Þátturinn á Stöð 2 (14 álit)

í Gamanþættir fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Ég verð að segja að það var vel af sér vikið af stöð 2 að búa til sérþátt fyrir aðdáendur Friends og ég vona að sem flestir hafi séð hann. reyndar er ég ekki einn af þeim sem vita allt um þættina og nánast lifa fyrir þá. Þrátt fyrir það er þetta uppáhalds grínþátturinn minn. Fjallað var um alla leikarana sex (Matt Le Blanc, matthew Perry, David Schwimmer, Courtney Cox Arquette, Lisa Kudrow, Jennifer Aniston) og gestaleikara en meðal þeirra eru Susan sarandon, Bruce Willis, Freddy Prince jr....

Bara Hollywood á DVD!!! (26 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég veit að sumir eru kannski ósammála mér en mér finnst allt of lítið af öðru en Hollywood-myndum á DVD diskum. Men in black 1 & 2 Lord of the rings, Austin Powers, allar þesar myndir sem eru vinsælir núna. Og þar að auki er skortur (ég veit ekki hvort það er bara hérna á klakanum) á myndum eftir meistara Alfred Hitchcock. Hvar eru eru evrópsku myndirnar. Það veitir þó á gott að íslendingar eru að taka sig til og gefa út DVD-myndir (mynddiska) Englar alheimsins fara að koma og svo hafa verið...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok