Þátturinn á Stöð 2 Ég verð að segja að það var vel af sér vikið af stöð 2 að búa til sérþátt fyrir aðdáendur Friends og ég vona að sem flestir hafi séð hann. reyndar er ég ekki einn af þeim sem vita allt um þættina og nánast lifa fyrir þá. Þrátt fyrir það er þetta uppáhalds grínþátturinn minn. Fjallað var um alla leikarana sex (Matt Le Blanc, matthew Perry, David Schwimmer, Courtney Cox Arquette, Lisa Kudrow, Jennifer Aniston) og gestaleikara en meðal þeirra eru Susan sarandon, Bruce Willis, Freddy Prince jr. og fleiri. Mér þótti skrýtið að heyra að núverandi milljónamæringurinn Matt LeBlanc hafi reynt í 12 ár að koma sér á framfæri og þegar hann sótti um í Friends hafði hann aðeins fáeina dollara í vasanum og var illa meiddur í andliti eftir að hafa dottið á fylleríi daginn áður. Lisa Kudrow er síðan menntaður líffræðingur. Ég hef brjálæðislega gaman af þessu. Þetta eru kannski hlutir sem eiga ekki að skipta neinu máli en ég veit það eru þó margir aðrir sem hafa áhuga. Ef hún verður endursýnd fyrir þá sem hafa ekki séð hana, tékkið á henni.