Spiderman Spiderman er gömul hetja. Hún kom Stan lee inn á kortið og hefur æ síðan hún varð til verið skrifuð vikulega í mörgum blöðum. Sagan var meira að segja orðin svo ruglingsleg að nú er verið að gefa út blaðið Ultimate Spiderman sem er að öllum líkindum ætlað að slétta söguna aðeins. Kvikmynd er komin og önnur á leiðinni. En er Spiderman sá sami og í upphafi? Stan Lee gerir allavega ekki mikið sögur um hann lengur en Köngulóin er tvímælalaust vinsælasta teiknimyndahetja Marvel, sem dæmi um annað sem Marvel gefur út eru Hulk og X-men. Allt um það á marvel.com. En allavega. Spiderman er ekki jafn áhrifamikill að mati sumra lengur, sagan er að endurtaka sig í einu blaði og í nokkrum öðrum heldur sagan áfram og er sennilega heilmikið streð að samræma öll blöðin en saga þeirra er orðin ansi löng. Nú er meira að segja til sérblað um Venom, einn af óvinum Spiderman. Spiderman hættir kannski ekki á næstunni og vex kannski bara með kvikmyndunum og tölvuleikjunum og söluvarningnum sem fylgir í kjölfarið. Ég les hann enn og hef gaman af. Sumir muna kannski eftir blöðunum sem þýdd voru á íslensku á níunda áratugnum, það eru blöð úr seríunni Peter Parker, The Amazing Spiderman og er því miður hluti af hinum ruglingslega kafla Spidermansögunnar. Endilega kíkjið á þau og fyrir þá sem hafa lesið þau fyrir löngu, kíkjið aftur.