Ég veit að sumir eru kannski ósammála mér en mér finnst allt of lítið af öðru en Hollywood-myndum á DVD diskum. Men in black 1 & 2
Lord of the rings, Austin Powers, allar þesar myndir sem eru vinsælir núna. Og þar að auki er skortur (ég veit ekki hvort það er bara hérna á klakanum) á myndum eftir meistara Alfred Hitchcock. Hvar eru eru evrópsku myndirnar. Það veitir þó á gott að íslendingar eru að taka sig til og gefa út DVD-myndir (mynddiska) Englar alheimsins fara að koma og svo hafa verið gerðar myndir eins og Íslenski draumurinn og litla lirfan ljóta. En það vantar bara allt of margt, hvar eru Almodovar, Lars von Trier og ég hef ekki einu sinni rekist á sjálfan Chaplin þó hann tilheyri Hollywoodgenginu þá var hann við störf á gullöld þeirra. En svo ég hætti að vera neikvæður eru þessir DVD diskar frá Hollywood margir hverjir vel unnir. Ég segi Hollywood, en ekki bara Hollywood.