Friends fortíðar og framtíðar Eru nýju þættirnir betri en þeir gömlu. Það er mjög misjafnt hvað fólki finnst um þetta. Sumir eru á því að 9 sería hafi lyft þáttunum aftur á hærra plan. 8, 7 seríurnar hafi kannski ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir. En það er staðreynd að þeir verða sífellt vinsælli og auglýsingarnar sem skotið er inn á milli (í Bandaríkjunum) kosta milljónir. Svo lítur út fyrir að leikararnir heimti ansi hátt kaup fyrir myndatöku þar sem maður sér greinilega á hylkjunum á nýjustu seríunum að það eru bæði gamlar myndir og svo á áttundu seríu er ein ný sem er notuð aftur í nýjundu seríu. Var þetta kannski betra í fyrstu þegar þetta var ekki jafn stórt um sig. Sumir myndu mótmæla þessu harðlega en aðrir vera sammála. Mér finnst þeir reyndar betri núna. Persónurnar hafa þróast mikið og leikararnir eru allir orðnir vanir. En s´tóra spurningin er, hvað tekur við hjá þessum heimsfrægu leikurum þegar friends loks hættir (einhverntíma hlýtur það að gerast). Matt LeBlanc hefur ekkert verið að meika það og Matthew perry er líka svolítið fastur í karakter. Hin hafa leikið í nokkrum myndum og þeim vini sem vegnar best er kannski Jennifer Aniston en hún lék víst frábærlega í myndinni The Good Girl. Reyndar hef ég heyrt að það sé verið að spá í sérþátt um Joey. Eru það góðar eða slæmar fréttir. Það kallar allavega ná nokkrar milljónir í viðbót handa Matt Le Blanc.