Heitur matur Í mínum skóla var byrjað í fyrra að bjóða upp á heitan mat. Í fyrsta skipti þegar hann kom hugsaði ég: Namm, kjötbollur, loksins eitthvað gott, dálítil fita á botninum, kannski svoldið kaldar ekkert mál. En þegar fleiri og fleiri óhollir kjötréttir með sífellt meiri fitu fóru að berast og skemmd epli, kíví og bananar fylgdu með var mér sko nóg boðið. Málið er að ég er með frekar viðkvæman maga og svona firu mikill matur fer ekki vel í mig, en þetta er það eina sem boðið er upp á. Í upphafi vetrar, meðan ég var enn bjart´sýnn, pantaði ég að fá þrisvar í viku, svo er almenn óánægja með matinn. Einu sinni barst það sama þrjá daga í röð. Ég sendi með vini mínum kvörtun til fyrirtækisins, um að þeir þyrftu að gæta fjölbreyttni og hollari matar (kannski aðalega til að fá útrás), þeir svöruðu og höfðu lítið hlustað á okkur. Mig grunar að fleiri skólar á höfuðborgarsvæiðinu njóti svipaðrar þjónustu. Ég segi ekki meira. Og nú þegar er búið að bæta við matsal þá finnst mér að mætti fara fínar í þetta. Það þarf að taka á þessu. en þetta eru ekki mínar áhyggjur lengur ég er að klára skólaárið. Vonandi að komandi nemendur fái betri aðstöðu.