Í skólanum mínum er nú verið að gera hreyfimyndir sem eru kannski ekki á hátæknilegu plani en koma þó vel út. Það eru persónurnar klipptar út og litaðar eða saumaðar eða eithvað. Það er notuð venjuleg Digitalcamera en notaður valkosturinn framerec sem að tekur þrjá myndramma í einu og svo er boðið upp á Audio Dub þar sem hægt er að tala inn á. út úr því koma nokkrar stuttar myndir. Fólk getur gert þetta heima hjá sér í vél og á kannski aðeins meðnaðarfyllri hátt en einhver lame skólamynd. Ég mæli hiklaust með þessu. Frábær útkoma að minnst kosti á okkar mynd. Þessi kostur er reyndar að ég held bara á vélum í dýrari kanntinum, en hver veit? Svo eru hreyfimyndir náttúrulega svo margþættar að það er hægt að nota ýmislegt og ýmsar aðferðir. Ég tók tildæmis fyrir nokkrum árum mynd á eina af þessum allra elstu vélum sem bíður upp á þennan möguleika, þar sem þarf að senda filmuna til útlanda til að fá myndina. En ég get ekki nálgast þessar filmur lengur sem passa í svona vél með lit án hljóðs. Fást allavega ekki hér á landi svo ég viti því miður. En nýja tæknin gerir þetta mikklu einfaldara.

kv. rubbe