Jólin eru góður tími ársins og þetta er gott og blessað áhugamál enn það er hægt að ganga of langt. Þú ert komin yfir strikið ef:

1. Þú ert með mynd af jólasveininum fyrir screensaver allt árið.

2. Þú bakar piparkökur 1 í mánuði.

3. Þú lest jólasögur á miðju ári.

4. Þú situr við strompinn á kvöldin og bíður.

5. þú setur skóinn út í glugga 13 sinnum í mánuði þér til skemmtunar.

6. Þú situr út í glugga og bíður eftir snjónum.

7. Þú skoðar jólasíður á netinu á sumrin.

8. Þú stenst ekki að glápa á jólamyndir llt árið um kring.

9. Þú stofnar jólaaðdáendaklúbb.

10. Þú drekkur jólaöl án afláts hvenær sem er.

11. Þú geymir jólatréð í stofunni með skrautinu á þar til næstu jól.

12. Þú ferð að spá í hvort það verða rauð eða hvít jól 7. janúar.

13. Þú safnar jólasælgæti.

14. Þú hengir dagatal upp á vekk og strikar út alveg til næstu jóla.

15. Þú klifrar upp á Esju í leit að jólasveinunum.

16. Þú sendir nafnlausan póst Coca-Cola og biður um ársbirgðir af Jóla-Cola.

17. Þú setur jólasvein á páskaeggið þitt.

18. Þú sturtar gervisnjó yfir þakið hjá þér einu sinni í viku.

19. Þú ferð á Suðurpólinn og heldur þig þar til næstu jóla.

20. Þú færð þér tattú af sveinka.

21. Þú syngur jólalög í sturtu.

22. Þú hefur jólaseríúr í glugganum allt árið um kring.

23. Þú drekkur ekki kók nema það sé merkt jólasveininum.

24. Þú hugsar sem að sólin sé versti óvinur þinn.