En á einhvern ótrúlegan hátt þá tókst mér það nú samt. Ekki misskilja mig samt. Ég er ekki slæmur í öðrum íþróttum og mér finnst t.d. spretthlaup skemmtilegt. En ég hata langhlaup.
Ahh.. en það er nú einmitt það sem ég vil fá (þ.e. einingar) enda er leikfimin á heildinni litið ekki vandamálið. Það er bara Tjarnarhringurinn sem ég væri til í að losna við.
Já, ég hef heyrt það sama. En allt er hægt með viljanum (eins yfirburðarklisjukennt og það hljómar) Ég held samt að það ætti ekki að vera erfitt að fá verkefni eftir útskrift. A.m.k. ekki ef þú flytur aftur til Íslands held ég.
Hehe. Skil þig fullkomlega. Sætin, ljóskastararnir, lofthæðin, andrúmsloftið Já, mig langar rosalega í leiklistarskóla. Annars held ég að það væri líka frábært að vera leikstjóri eða jafnvel leikhússtjóri:) Þú ætlar, er það ekki?
Ég get toppað það:) Ég hef staðið á því þegar troðfullt var í salnum. Það var reyndar ekki mínum leikhæfileikum að þakka heldur vann ég einhverskonar ritgerðarsamkeppni leikhússins og var kallaður upp eftir sýningu. Og vá ég er sammála þér, tilfinningin var mögnuð. En afhverju varst þú svona heppin? Eftri tíu ár munum við vonandi bæði hafa upplifað þetta með fólk í salnum og vegna leikhæfileika:)
Schubert: 8. og 9. sinfóníurnar. Beethoven: 1. og 5. sinfóníurnar Straussfeðgarnir: Vínartónleikarnir í Austurríki. Mozart: Cosi fan tutte Tchaikovsky: hans bestu verk. Þessi verk eru mikið í spilun hjá mér þessa daga. Allt frekar einfalt að hlusta á og einstaklega sumarlegt(nema kannski 5. sinfónía Beethoven en hún fær að vera þarna samt)
Vá! Það eru svo mörg flott svið þarna úti. Næstum því vandræðalegt hvað við eigum fá. Svið Þjóðleikhússins er í rauninni það eina sem heillar mig mikið hér á landi:)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..