Skrifaði þetta svar á öðrum stað á þessu áhugamáli og nennti ekki að skrifa það upp á nýtt: Biblían er samt sem áður mannleg. Við vitum það alveg. Við trúum guðspjallarmönnunum fjórum, reynum að fara eftir boðorðunum, og finnum svör við vandamálunum okkar í bréfunum. En æðimargt í biblíunni eru bara dæmisögur sem á að varast að taka of hátíðlega. Heimurinn var ekki skapaður á sjö dögum, Guð hatar ekki homma og fyrirlítur ekki konur. Það getur líka vel verið að boðorðin voru ekki fundin upp...