Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Leikstjórar áratugarins (37 álit)

í Kvikmyndir fyrir 10 árum, 8 mánuðum
Listar geta verið ákaflega skemmtilegir. Hægt er að renna fljótt yfir nöfnin sem birtast á honum og athuga hvort smekkur lesendans líkist smekk höfundar. Oft finnur maður eitthvað sem maður sjálfur hefði aldrei dottið í hug að láta á listann og þá getur maður skoðað hin svokölluðu rök sem höfundurinn hefur birt fyrir neðan hvert nafn. Þetta endar með því að lesandinn yfirgefur Huga.is helmingi pirraðri en hann var þegar hann kom inn, sármóðgaður yfir lélegum kvikmyndasmekk höfundar. Stundum...

The Fellowship of the Ring(kvikmyndin) - sjö árum seinna.(endurminningar, gagnrýni og fl.) (4 álit)

í Tolkien fyrir 11 árum, 9 mánuðum
Ath! Þeir sem vilja sleppa væmnum endurminningum geta hoppað yfir næstu tvær efnisgreinar og byrjað að lesa gagnrýnina.(en skrítin leið til að byrja grein á) Um þessar mundir eru liðin um það bil sjö ár síðan ég sá Föruneyti hringsins í fyrsta skiptið. Í tilefni af því ákvað ég að horfa á hana aftur ( í u.þ.b fjögurhundruðasta skipti) og sjá hversu vel myndin hafði elst. Niðurstaðan er sú að myndin hefur ekkert versnað með aldrinum. Þvert á móti virkar hún eins og gott vín og í dag myndi ég...

The Fellowship of the Ring(kvikmyndin) - sjö árum seinna (43 álit)

í Tolkien fyrir 11 árum, 9 mánuðum
Ath! Þeir sem vilja sleppa væmnum endurminningum geta hoppað yfir næstu tvær efnisgreinar og byrjað að lesa gagnrýnina.(en skrítin leið til að byrja grein á) Um þessar mundir eru liðin um það bil sjö ár síðan ég sá Föruneyti hringsins í fyrsta skiptið. Í tilefni af því ákvað ég að horfa á hana aftur ( í u.þ.b fjögurhundruðasta skipti) og sjá hversu vel myndin hafði elst. Niðurstaðan er sú að myndin hefur ekkert versnað með aldrinum. Þvert á móti virkar hún eins og gott vín og í dag myndi ég...

Ólympíuleikarnir í Peking 2008 (28 álit)

í Tilveran fyrir 12 árum, 2 mánuðum
Nú styttist óðum í að hinir stórfenglegu Ólympíuleikar hefjist í Peking í Kína. Opnunarhátíðin hefst nákvæmlega 8 mínútur og 8 sekúndur í 8 þann áttunda ágúst 2008 (08.08.08) en 8 er happatala Kínverja. Það er ljóst að við erum að verða vitni að stórum atburði sem mun að öllum líkindum vera skráð í söguna en leikarnir hafa ekki verið jafn umdeildir síðan á 4. áratugnum þegar Nasistarnir yfirtóku þá og Hitler neitaði t.d. að gefa svörtum manni verðlaunagrip. Milljónir manna hafa verið reknir...

Flugvöllurinn (63 álit)

í Deiglan fyrir 12 árum, 5 mánuðum
Er fólk hætt að hugsa! Er borgarstjórinn okkar að ganga af göflunum! Alvarlegar ásakanir kannski en það eru nú takmörk fyrir því hvað ég þoli. Best að byrja á byrjuninni: Gerð var könnun um það hvort þjóðin vildi hafa flugvöllinn í Vatnsmýrina eður ei. Og yfir 60% þjóðarinnar vildu hafa þennan bölvaða flugvöll áfram í vatnsmýrina. Þá kann einhver að spyrja: ,,En hversvegna blandarðu aumingja Ólaf inn í umræðurnar?´´ Svar: Þessi ástkæri borgarstjóri okkar hefur í langan tíma rembst eins og...

Franz Schubert (8 álit)

í Klassík fyrir 12 árum, 6 mánuðum
Franz Schubert er eitt ástsælasta tónskáld í heimi og hefur hann í 200 ár heillað heimsbyggðina með gullfallegum laglínum. Þar er ég meðtalinn en fyrstu kynni mín af honum voru í gegnum 8. sinfóníu hans sem einnig er kölluð “hin ókláraða” Eftir þá hlustun var ekki aftur snúið og er ég stöðugt að sjá meira og meira hversu mikill snillingur hann var. Schubert fæddist í Vínarborg árið 1797. Um það leyti var klassíska tímabilið að líða undir lok og hið rómantíska að taka við. Það að hann skyldi...

Engisprettur (27 álit)

í Leikhús fyrir 12 árum, 6 mánuðum
Engisprettur Stóra svið, Þjóðleikhúsið Leikstjóri Þórhildur Þorleifsdóttir Tónskáld Giedrius Puskunigis Höfundur Biljana Srbljanovic Þýðing Davíð Þ Jónsson Leikmynd Vytautas Narbutas Búningar Filippía I Elísdóttir Lýsing Lárus Björnsson Leikarar Anna Kristín Arngrímsdóttir, Arnar Jónsson, Eggert Þorleifsson, Friðrik Friðriksson, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Gunnar Eyjólfsson, Hjalti Rögnvaldsson, Pálmi Gestsson, Sólveig Arnarsdóttir, Þóra Karítas Árnadóttir, Þórunn Lárusdóttir Dansar og...

Tónlistarhúsið (45 álit)

í Deiglan fyrir 12 árum, 6 mánuðum
Kæra tónlistarfólk og aðrir tónlistarunnendur. Hinn langþráði draumur er loksins að verða að veruleika: Eftir tæplega tvö ár munum við eignast öflugt tónlistarhús. Sinfóníuhljómsveit Íslands mun loksins eignast alvöru heimili eftir rúmlega hálfrar aldar bið og þeir og aðrir íslenskir tónlistarmenn munu fá að geta spilað í sal með hljómburð sem verður sá besti í heiminum. Við getum boðið stærstu og virtustu hljómsveitum heims til landsins án þess að skammast okkur og miðbærinn mun án efa...

Nokkrir gullmolar leikhúsanna 2. hluti (10 álit)

í Leikhús fyrir 12 árum, 6 mánuðum
Þá er komið að seinni hlutanum af þessari grein minni. Í fyrri hlutanum fór ég yfir nokkur barnaleikrit sem ég hafði séð síðustu ár og fannst jaðra við fullkomnun þegar ég sá þau á sínum tíma. Nú er komið að hinum leikritunum. Ég tek það fram að þetta er allt svokallaðar stórar sýningar. Sorglegt en satt. Ástæðan er alls ekki sú að þessar “litlu” séu lélegar heldur hef ég bara verið svo hræðilega latur að fara á þær. En það er efni í aðra og sorglegri frásögn. Njótið vel. Fyrsta “fullorðins...

Nokkrir gullmolar leikhúsanna 1. hluti (17 álit)

í Leikhús fyrir 12 árum, 7 mánuðum
Er það eitthvað sem jafnast á við gott leikrit? Leikararnir hneigja sig, tjaldið fellur og ljósin kvikna í salnum. Maður stendur upp og góð tilfinning leikur um mann. ,,Þvílíkur leikur,“ ,,þvílíkt handríkt,” ,,þvílík sviðsmynd." Í gegnum árin hef ég verið svo heppinn að sjá nokkur svona leikrit. Auðvitað gæti verið að mér fyndist leikrit sem ég sá fyrir tíu árum síðan og skemmti mér konunglega yfir þá, hreinlega lélegt í dag en samt sem áður hef ég ákveðið að fara yfir þessa gullmola og...

Times squere í Reykjavík (63 álit)

í Deiglan fyrir 13 árum, 1 mánuði
Sem (stoltur) MR-ingur skiptir það mig miklu máli hvernig Lækjartorg og umhverfi líti út þar sem ég fer þar um, oftar en einu sinni á hverjum degi. Ég gladdist þess vegna ótrúlega mikið þegar hugmyndin um “nýtt Lækjatorg” leit dagsins ljós. Endurbyggja átti húsin sem brunnu en bæta við þau eina hæð, auk þess sem opna átti fyrir læknum aftur. Rífa átti ljóta strætóhúsið niður og eitt fallegasta hús Árbæjarsafnar átti að vera reist þar í staðinn, aðeins nokkrum metrum frá upprunarlegum stað....

Hook--gagnrýni (19 álit)

í Kvikmyndir fyrir 13 árum, 2 mánuðum
Jæja! Þá er ég loksins búinn að sjá myndina Hook aftur, eftir margra ára hlé.Þar sem þetta var frábær mynd í minningunni var ég nokkuð kvíðinn að sjá hana aftur. En hér kemur smá gagnrýni á henni: Myndin fjallar um lögfræðinginn Pétur sem er hinn dæmigerði faðir í Hollywood myndunum: í starfi sem virðist í hans augum vera mikilvægara en fjölskyldan auk þess sem hann er óttalega “fullorðinn”. Ein jólin, þegar fjölskyldan er í heimsókn hjá konu nokkurri sem var fyrirmynd Wendy í ævintýrinu um...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok