Ég var að klára fyrsta árið í MR og ég varð alls ekki fyrir vonbrigðum. Mjög gott félagslíf í bland við mjög góða menntun og þá meina ég mjög góða! Félagslífið: Það fyrsta sem margir nefna er það að við erum með tvö skólafélög. Það þýðir m.a. tvær árshátíðir, tvö skólablöð, tvær árbækur og samkeppni milli félaganna. Bæði félögin hafa mörg, spennandi undirfélög. Eitt stærsta undirfélagið, svo ég viti til, er Herranótt en það er elsta leikfélag Norðurlandanna og gerir mjög metnaðarfullar...