Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

miro
miro Notandi frá fornöld 2 stig

Re: Flækjur. (Headers)

í Bílar fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Einn pústkarl ráðlagði mér eindregið að kaupa frekar innfluttar flækjur heldur en að fá þær smíðaðar hjá Einari áttavilta. Málið værið að til þess að beygja rörin rétt á flækjum þarf tækjabúnað sem ekki er til hér á landi, hvorki hjá Einari né annars staðar. Þess vegna skila verksmiðjuframleiddar flækjur alltaf betri árangri en þær sem smíðaðar eru hér. Og þegar verðmunurinn er orðinn lítill er þetta enginn spuring.

Re: Útbúnaður á fjöllum

í Jeppar fyrir 20 árum
Ágætis listi og fínar viðbætur. Þetta með að strappa niður þunga hluti eins og verkfæri og varahluti er mjög mikilvægt, en alltof oft trassað. Þetta er stórhætturlegur fjandi. Ein athugasemd varðandi fjarskiptin, þau eru ekki bara til þess að spjalla á milli bíla, það er líka nauðsynlegt að í hópnum séu a.m.k. tveir sem geti haft samskipti lengri vegalengd og þá að það sé bæði VHF og NMT með í för. Þetta flokkast með nauðsynlegum öryggisbúnaði. Og varðandi varadekkið þá er auðvitað rétt að...

Re: Útbúnaður á fjöllum

í Jeppar fyrir 20 árum
[ Eytt af stjórnanda ]

Re: Blazer K5, 1969-1991

í Jeppar fyrir 21 árum
Fróðlegt og gott. Játa það að þrátt fyrir að ferðast um á Toy með hóflegan fjölda af hestum (og lítrum í eyðslu) hef ég alltaf verið svolítið svagur fyrir þessum Blazerum, enda alinn upp í svona bílum. Fyrst ‘70 árgerð með sex cyl. vélinni og svo ’78 með 350 vél. Var einmitt að fá bílprófið fljótlega eftir að pabbi fékk þennan seinni og það var ekki leiðinlegt að setjast við sveifina á honum nýkominn með próf. Þessi bíll gjörsamlega steinlá á hvaða malarvegi sem er og virkaði eins og hver...

Re: Ísland er frægt! :)

í Jeppar fyrir 21 árum
Hér er meira af íslensku brjálæði: http://www.rocky-road.com/extreme3.html Kaninn er náttúrulega snillingur í að útbúa bílana fyrir þetta brölt, en ég hugsa að þessi tæki þeirra væru frekar leiðinleg í jöklaaksturinn okkar. Þó svo það geti verið gott að hafa langt fjöðrunarsvið er líklegt að margt sé ólíkt með snjóakstri og klettaklifri. T.d. henta stuttir bílar örugglega best í þetta, meðan við viljum hafa sem lengst á milli hjóla. En tek undir það, það þarf örugglega líka verulega lagni við þetta.

Re: Snjór Snjór Snjór

í Jeppar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Helgi, veistu eitthvað hvernig snjóalög og færi eru í kringum Kverkfjöll, Snæfell og yfir í Öskju? Kv - Míró

Re: Ferðaklúbburinn 4X4

í Jeppar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Það er tvennt sem ég tel vera mikilvægast í því sem klúbburinn hefur komið til skila. Annars vegar er það sem Cruiser nefnir um starf tækninefndar. Hún hefur komið því til leiðar að breytingar á jeppum eru löglegar og framkvæmdar þannig að bílarnir eru ekki hættulegir í umferðinni. Fyrst þegar menn voru að byrja að fikta við þetta í bílskúrunum var þetta allt kolólöglegt í raun og framkvæmt þannig að bílarnir gátu verið stórhættulegir og algjörlega með sjálfstæðan vilja. Það er í raun...

Re: Aftaka kvenna að hætti Múslíma

í Deiglan fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Hegðun Ísraelsmanna hefur ekker með greind þeirra að gera. Fjölmiðlar geta sjálfsagt verið misjafnir en þeir flytja m.a. frásagnir fjölda fólks sem hefur verið á staðnum og orðið vitni að því sem er að gerast þarna. Þessi atburðarás á sér eina þekkta samsvörun og það voru þau þjóðarmorð sem nasistar stunduðu á gyðingum á sínum tíma, því markmiðið með aðgerðunum er það sama, útrýma palestínumönnum sem þjóð og leysa málin þannig. Ísraelar í flókinni stöðu! segir þú, þeir komu sér í þessa...

Re: 4runner

í Jeppar fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Sammála þessu, þetta eru léttir og skemmtilegir jeppar. 2,4 bensínvélin á að vísu fullt í fangi með að snúa 38" dekkjum en hefur þetta alveg og með 5,71 hlutföllum er þetta allt í lagi. Brjóta lítið því það er gott samræmi í krafti og styrk, þ.e. drif, öxlar og liðir eru vel sterkir miðað við aflið í bílnum. Ef menn setja stórar kraftmiklar vélar ofan í húddin er hins vegar meiri hætta á að eitthvað brotni í átökum Sammála þessu með eyðsluna, 15-17 lítrar en getur farið allt niður í 12 l við...

Re: Aftaka kvenna að hætti Múslíma

í Deiglan fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Þetta er athyglisverður pistill, en á köflum undarlegur. Það er alltaf mjög varasamt að fullyrða um hóp út frá því sem einstaklingar gera. Ef það er handtekinn t.d. nauðgari uppalinn í Kópavogi er mjög hæpið að álykta að Kópavogsbúar séu brjálaðir nauðgarar! Jafnvel þó við myndum vita um annað slíkt dæmi. Ísraelar nota svona hundalógík. Af því einstaklingur af palestínskum uppruna fremur hryðjuverk, fara þeir með heri sína og refsa Palestínumönnum! Ekkert endilega þeim sem frömdu glæpinn...

Re: Nýi Cruiserinn

í Jeppar fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Þeir ætla að sýna þennan bíl fullbreyttan líklega núna á laugardag (4. jan). Þetta með 17" felgurnar var leyst þannig að bremsudiskar og dælur af Cruiser 100 er sett undir í stað orginal. Það er mjög mismunandi eftir löndum undir hvaða nöfnum bílar eru markaðssettir. Víða þekkist t.d. ekki Hilux heldur sami bíll undir nafninu Tacoma. Þetta fer bara eftir hvað hentar hverju markaðssvæði og hér hefur Cruiser 90 verið að seljast vel þannig að það þykir sjálfsagt hentugt að nota þetta nafn á...

Re: Jeppaferð sem ég fór í

í Jeppar fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Voru árnar inn í Mörk frosnar um daginn????

Re: Upphækkun

í Jeppar fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Aðeins til viðbótar við þetta með orðalagið. Reglugerðin skilgreinir grindarhækkun (hækkun á fjöðrun) sem hækkun grindar miðað við hjólmiðju. Þessi hækkun má mest vera 200 mm (20 cm). Inn í þessu er tiltekið sérstaklega hækkun milli fjarða (á bílum sem eru á flatjárnum) og hásingar 50 mm að framan og 100 mm að aftan (kubbar á milli). Mesta leyfilega boddýhækkun er svo 100 mm og mesta leyfilega hækkun samtals er 250 mm (hækkun vegna stærri dekkja ekki meðtalin).

Re: Upphækkun

í Jeppar fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Það er rétt að stundum er talað um að hækka á fjöðrun, en kannski einmitt þessi misskilningur sem þú nefnir sem gerir það að verkum að þetta orðalag er víkjandi (bílum á “fjöðrum” fer fækkandi). Veit það þó ekki en finnst ég allavega heyra oftar núna talað um að hækkun á grind. Hjá mér er þessi hækkun framkvæmd um leið og gamla flatjárnið var rifið burt og gormar stilltir undir í staðin. Að aftan var svo sett 1" millihringir til að fá hann enn hærri. Að auki er boddýið hækkað. Oftast er...

Re: Upphækkun

í Jeppar fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Partytruck spyr: Hvernig skilgreinir þú að hækka boddý og að hækka grind? Hækka boddý er boddýhækkun eins og þú lýsir, þ.e. setja upphækkunarklossa milli boddý og grindar og færa upp boddýfestingar. Hækka á grind er svo aftur ef þú eykur bilið frá hásingu að grind, t.d. með kubbum milli fjaðra og hásingar eða millihringjum undir gorma. Við þessa hækkun færir þú meiri þyngd upp því vél, kassi og grind stendur hærra og þar með meiri færsla á þyngdarpunkti heldur en með boddýhækkun. Auk þess...

Re: Upphækkun

í Jeppar fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Það er nú sama með þetta og allt í þessu sporti, mismunandi hvað menn telja best eftir því hvaða eignleikum menn sækjast eftir. Það er töluverður kostur að hækka þyngarpunktinn sem minnst, þannig verður bíllinn stöðugri og aksturseiginleikar betri. Upp á það að gera er best að klippa úr brettum eins og hægt er og hækka svo boddýið, en hækka sem minnst á grind. Hins vegar ef bíllinn er mjög kviðsíður getur borgað sig að lyfta aðeins grindinni, því mjög kviðsíðir bílar vilja setjast á kviðinn...

Re: mjór og sver

í Jeppar fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Já þetta hljómar lógískt, þ.e. að með mjórri felgu lyftist bílinn aðeins. Það er hinsvegar örugglega mjög lítið þannig að það ætti ekki að mynda spennu í millikassanum. Auk þess hef ég heyrt að það sé viss kostur að hafa framdrifið aðeins hærra gíraðan en afturdrifið, menn jafnvel haft sitthvort hlutfallið, þ.e. ef menn fá hlutföll nógu nærri hvort öðru. Flot fæst jafnt á breidd sem lengd, það sem skiptir máli er fersentimetrafjöldinn sem þungi bílsins liggur á. Ef þú fjölgar þeim, hvort...

Re: Felgur, Dekk, Loft

í Jeppar fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Hjó eftir smá skoti hjá þér á (væntanlega?) 4x4 klúbbinn sem hefur verið með þessar dekkjarstærðarreglur. Mjög umdeildar og örugglega ekki hafnar yfir gagnrýni, fullt af atriðum sem skipta líka máli (og jafnvel meira máli). Mín reynsla er hins vegar að skemmtilegast og best er að svipaðir bílar ferðist saman. Það er bæði leiðinlegt að bíða eftir bíl sem kemst hægar yfir en aðrir og ekki síður leiðinlegt að vera sá sem þarf að bíða eftir. Eins ef einn yfirburðabíll er í hópnum(t.d. 44“ í hóp...

Re: Sjálfskipt eða beinskipt?

í Jeppar fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Góð samantekt JHG. Það er alveg staðreynd að þegar menn venjast sjálfskiptingunni getur hún verið ekki síðri í snjóhjakki og raunar hverju sem er. Þeir sem eru óvanir henni geta hins vegar verið frekar klaufskir að höndla þetta. Það þekki ég af eigin raun þar sem ég er sjálfur á beinsk. jeppa en hef öðru hvoru tekið í sjálfsk. Þá hættir mér til að vera ekki nógu fínlegur á inngjöfinni þar sem ég er vanur að nota kúplinguna í “tötsið”. Ég er hins vegar alveg á því að það fylgir því viss...

Re: garmin og aftur garmin

í Jeppar fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Geta þeir hjá Aukaraf ekki sýnt þér þetta, eða kunna þeir kannski ekkert á þetta? Kannski eitthvað lítið eftir af mönnum þar sem hafa vit á jeppamennsku.

Re: Hættulegir í umferð?

í Jeppar fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Benni setti þetta líka í Setrið, fréttabréf f4x4. Menn geta séð þetta á vefnum (http://www.f4x4.is/bokasafn/Setrid/02_05.pdf), fyrirsögnin er “Skriðdrekar á 100 km hraða!”

Re: Hættulegir í umferð?

í Jeppar fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Hárrétt, gögnin þurfa að greina hvernig bíl er um að ræða, hvaða stærðarflokkur og sérstaklega hvort hann honum hafi verið breytt fyrir 33“, 35” 38“, 44” eða hvað. Og svo hafa til samanburðar hvað margir bílar eru til í hverjum flokki til að sjá hvað margir lenda í slysum HLUTFALLSLEGA. Þá fyrst er hægt að draga ályktanir. En ef grant er skoðað þá held ég að orsakir flestra slysa hafi yfirleitt ekkert með það að gera hvernig bíll eða hvernig hann er útbúinn, heldur hvort sé eitthvað á milli...

Re: Vetrarundirbúningur

í Jeppar fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Þetta er orðinn helv. fínn listi. Eitt sem má bæta við, þ.e. fyrir þá sem fara í vetrarferðir, og það er að setja á vélina alvöru syntheníska olíu 0-30W eða 5-40W, t.d. Mobil 1. Castrol var líka með mjög góða olíu, en held hún fáist ekki lengur hérna. Þó þessar olíur séu mikið dýrari geta þær verið ódýrari þegar upp er staðið. Frostið getur verið býsna mikið t.d. á Grímsfjalli og við þær aðstæður rennur venjuleg olía illa eða bara alls ekki neitt, en þessar dýrari gerviefnaolíur breytast...

Re: Hættulegir í umferð?

í Jeppar fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Fullyrðingar um að breyttir jeppar valdi fleiri slysum en aðrir bílar eru eingöngu byggðar á getgátum og fordómum. Það eru engar tölur til sem styðja það og ekki hægt að lesa það útúr slysaskráningum. Það eru til tölur um fjölda dauðaslysa þar sem jeppar koma við sögu (ekki breyttir jeppar sérstaklega) og þær benda ekkert sérstaklega til þess að jeppar séu hættulegri en aðrir bílar, en til þess að það sé hægt að draga einhverjar ályktanir af þeim þarf að bera þær saman við fjölda jeppa í...

Re: 3-4 tíma fjör og 500 kr í bensín!!!

í Jeppar fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Hægan hægan! Það er einmitt ýmislegt í greininni sem bendir ótvírætt til þess að þið hafið aðeins farið út fyrir slóða og þar fyrir utan stórskemmt slóðan sjálfan. Og reyndar aðrir á undan ykkur líka, en það sýnir kannski bara að það er full ástæða til að tala um þetta hér. 1 - “Þetta var skrítnasta þróun á jarðveg sem ég hef séð!!” Þetta er ekkert skrýtið, heldur er algengt snemma á vorin. Þá er klaki undir þannig að vatn kemst ekki burt og situr í jarðveginum. Það er útaf þessu sem flestir...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok