..Ég (suzuki vitara a.k.a Súkkitz, stutt 1600 á “33, auglýst til sölu hér á síðunni) og ég félagi minn á (”36 hilux 2,4d allt orginal í vél) extra-cab fórum í byrjun sumars í stutta jeppaferð inná Reykjarvíkursvæðinu (beygðum í átt að Hafravatni) Það voru hálfgerðar leysingar og það hafði rignt í nokkra daga og frammundan var drullusvað dauðans.
Fyrsta hindrun var í raun fyrsta brekkan sem við keyrðum upp, og höfðum við báðir glímt við þessa brekku nokkrum sinnum fyrr um veturinn, í brekkunni var rennandi blautur snjór, en það var ekki mikið af honum svo þetta var bara auðvelt og gaman og bílarnir flugu upp en þó í ágætis aksjóni. Framundan var akstur upp fjall og var raun enginn fyrirstaða þar nema halli og grjót.
Þegar við vorum komnir upp var framundan víðátta, brekkur með smá snjólagi ekkert að ráði og slóði sem við ókum á eftir.
Á leið okkar eftir slóðanum urðum við varir við gamlan Trooper eða eitthvað álíka á aurskífum (littlum dekkjum)pikkfastan og má seigja að bílinn væri hálfsokkinn og við hlið hans stóð greinilega uppátektarsamur reykvískur fjölskyldufaðir með skottið á milli lappanna og konan honum við hlið ásamt barni og má seigja að þetta hafi verið skrautlegur sunnudagsbíltúr, 38“ patrol var í hjálparstörfum svo við ókum áfram.
Við keyrðum yfir littla hæð og hinum megin við hana var moldardrullusvað sem rignt hafði í svo dögum skipti og eitthvað að snjó ennþá.einhvertekið forskot á sæluna og drullumallast eitthvað í þessu því hjólför lágu þvers og kruss í drullunni og hátt moldarbarð var uppspólað.
Á meðan félagi minn hugsaði sig um skellti ég í drif og þrusaði útí
mikið spól, mikið drull mikið fjór og þegar ég var kominn ve´á leið yfir svaðið nálgaðist barðið og snjórinn var svo sleipur að spólið jókst og svo náði súkkan loks gripi og þeytti drullu uppá topp og þrumaði upp barðið.
Því næst fór Lo-lúxinn úti á hálfslitnum D/C og var spólið engu minna en hann keyrði lengra til hægri og fór ekki í aðalfjörið að mínu mati :) og svo renndi hann uppað mér og ég keyrði niður barðið að þessu sinni og útí drullusvað dauðans og svo fór ég lengra til hliðar og þar var nóg af snjó sem gaf undan þunga bílsins og undir honum drullusvað og endaði með því að maður þurfti að bakka uppúr þessu og reyna 2-3 í viðbót og svo var þrusað upp, eftir smá aksjón þarna var keyrt til baka og bílarnir tveir sem voru þar voru farnir svo við keyrðum uppeftir til að skoða aðstæður.
Þetta var skrítnasta þróun á jarðveg sem ég hef séð!! Það hafði rignt oní þetta svo lengi að þegar maður tipplaði tánni á jörðina dúaði hún eins og vatnsrúm, og undir littlu graslagi var þetta mest möl og sandur og vatn. Fyrir eðlilegt fólk eru þetta akstursaðstæður sem ekki er farið útí!! En það skein dollaramerki úr augum okkar (ef svo má að orði komast) Þegar þarna var komið hafði umræðan að mestu snúist um nýju breytinguna á lo-luxnum 38” á 36" og var bíllin mjög reffilegur og verklegur. Með för voru tveir aðstoðabílstjórar og stóðum vi fjórir að skoða aðstæður og var ég að tala um hugmynd mína að taka tilhlaup og láta flakka útí pittinn sem trooperinn hafði skilið eftir sig.
Á meðan læddist aðstoðarbílstjóri minn uppí lo-lux og sí'an heyrðum við dieselinn urra og hlátur berast bakvið okkur, við litum við og brostu yfir þessu en þega hann rak bílinn í gír og keyrði af stað datt brosið af okkur hann keyrði áfram eftir stígnum c.a 7 metra keyrir svo útfyrir í vatnsrúmsjarðveginn og c.a 10 metrum frá upphafspúnt sat lo-lúxinn fastur uppundir kvið!!
Persónulega sprakk ég úr hlátri yfir þessum aksturstilþrifum og þeirri staðreynd að honum tókst að pikkfesta bílinn á undir 10.sek!!!!
En brosið var ekki jafnbreytt á stoltum eiganda lo-lux, en með juggi í c.a 3 minótur tókst honum að bakka bílnum upp, jarðvegurinn var svo blautur og var þetta í raun leðjusvað sem hélt bílnum ekki mjög föstum, en sárið sem var skilið eftir í jarðveginum var svo ljótt að ákveðið var að keyra ekki meira á þessu svæði. (Tekið skal fram að þetta voru einu skemdiranr sem við ullum í ferðinni, fyrir utan þetta var aðeins ekið eftir slóðum) við keyrðum niður fjallið og keyrpum til hægri í stað þess að halda áfram slóðinn lá í átt að sundurgröfnu svæði sem var í raun eitt drullusvað, þar hélt leikurinn áfram og tóku bílarnir nokkuð á því og í rauun var það sama uppá teningnum DRULLA.
Síðan var ákveðið að keyra heim og má seigja að jepparnir væru eins og FErrari á götum reykjarvíkur ekki vegna fegurðar heldur vegna þess að hver einasti kjaftur horfði á eftir okkur!!!

Mér fannst vanta eitthvað ferkst hér inn. það hljóta allir að luma á sögu, eitthvað í líkungu við þett, það er svo leiðinlegt að koma hér inn á hverjum degi og ekkert að gerast.
Ég vill leggja áherslu á að við ullum engum skemmdum á jörðinni fyrir utan aksturstilþrif nýliðans sem afsakaði sig með því að seigja að þetta væri ekki almennileg jeppaferð nema það yrði almennileg festa!! :)
Annars var aðeins ekið eftir slóðum sem voru í misjöfnu ástandi.
Þannig að ef þetta fer fyrir brjóstið á einhverrjum getur hann stungið því þar sem sólin skín ekki…
Afsakið stafsetningarvillur en það var svoldið pirrandi að vera búinn að skrifa 5-6 línur og líta svo upp og sjá villu í miðju greinar og geta ekki lagað án þess að þurfa skrifa allt aftur..