nú langar mér að spyrja menn aðeins út í felgustærðir.

ég sjálfur er á bíl sem vegur 2550 kg og ég er á 38“ dekkum og er með hann á 16” breiðum felgum búin að vera með hann á 12“ 14” á 38“ og kann best við hann á þessum 16” breiðu flítur vel og þýðari í akstri að mínu mati.

og núna er bíllin að fara á 44“ og allir (margir sem ég hef talað við) segja að 15´5” séu passlegar felgur en einhvern vegin held ég að það passi ekki allavega fyrir minn bíl sama hvað þessi dekkja rulla hjá f4x4 segir um til dæmis stærðir á dekkjum miðað við þyngd bílsins.

dæmi bíll sem er 2200 kg og er á 38“ dekkum og annar bíll sem er 1200 kg og er á 35” dekkum þessir báðir bílar fara jafn mikið í snjó ef þeri eru báðir jafn vel út búnir (læstir ofl).

en burt séð frá því þá er bíllin hjá mér að fara á 44“ og ég er að spá í að fá mér 18” breiðar felgur undir hann (meira leguslit og meira átak á nöf og liðhús) en bíllin á ekki að vera á dekkjonum allan veturin bara þegar það er farið í ferðir (rétt eins og þegar afi þinn þegar hann kemur heim úr vinnuni þá fer hann úr vinnu skónum og í fínu inni skóna) einhver maður sagði að flot aukningin úr 12“ felgu í 14” væri 4% og úr 12“ felgu í 15.5” felgu eykst það ca. 7% (semsagt snertiflötur dekksins)

ætti þá flot magnið úr 16“ breiðum og í 18” breiðarfelgur þá ekki að aukast um 4%…. :)

þá er það annað með felguna er þá ekki meiri hætta á að affelga dekkin og ekki vill ég líma dekkin á felgurnar því að ef ég affelga þegar ég er búin að líma dekkin föst á felguna þá er næstum ómöglegt að koma lofti í dekkin ef mað helv***s líminu á dekkinu og felguni!

er þá ekki málið að sjóða hærri brún á felguna svo að það séu minni lílur á að affelga og ef maður affelgar þá er þó möguleiki að koma lofti í það.

en er ekki vont að koma lofti í dekkið á svona breiðar felgur?

já og nei ekki ef menn eru með reima púllara og setja hann utanum miðjan banann á dekkinu og með góða loftdælu og mikin vilja þegar menn toga dekkið að felguni (menn verða að vera búnir að setja dekkið uppað öðrum kanntinum) því ekki vill ég nota start sprey því ef ég nota það þá skemmir súraloftið sem myndast inn í dekkinu dekkið að innan og það “fúnar” að innan sama er sagt með kolsýruna er mér sagt þannig að besta er fjalla loftið.

en ekki leingra með þessar útskíringar og afsakanir því ég vill nota svona felgur þá er það spurningin sjálf hvaða felgustærðir mynduð þið nota á ykkar bíla með hinum og þessum dekkja stærðum?

sjálfur hef ég verið á willy´s á 33“ og á 12” breiðum og vikaði vel í snjó.

FordFtype