Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

midgardur
midgardur Notandi frá fornöld 464 stig

Re: Traust

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Hvað veldur þrælsótta og gerir það að verkum að þrællinn hlýðir og er trúr jafnvel þegar þrælahaldarinn sér ekki til? Eitt er að þræll á algjörlega líf sitt undir eigandanum. Bregðist hann trausti á hann á hættu að tína lífi sínu. En er það þannig trúnaðartraust sem við erum að sækjast eftir?

Re: Keisarinn ætti að raka sig; þá er vanda málið úr sögunni.

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Til er mjög formleg heimspeki sem er nánast berstrípuð af orðum, nánast engöngu rökfræðileg tákn. Mér finnst slík heimspeki umræða hrútleiðinleg. Kannski vegna þess að hún gefur lítið færi á margræðni. Margræðni er fyrir mína parta skemmtileg stílbrella sem splundrar hugsunum sem hjakka í sama fari og fá okkur til að sjá heiminn í nýju ljósi.

Re: Traust

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Ég er sennilega ekkert sérlega falleg sál VeryMuch þar sem ég leitast við að grafa undan kúgurum mínum (séu þeir nokkrir). Sá kristni býður þeim hin vangann. Má vera að ég geri slíkt hið sama opinberlega, en hafa verður hugfast í þeim efnum að ekki eru allir viðhlægendur vinir. Sérstaklega erum við ekki vinir þeirra sem beita okkur ofríki og ofbeldi. Mergur málsins er sá að fólk sem beitir mig ofríki getur verið 100% visst um að það getur ekki treyst mér. Fólk sem ég ber virðingu fyrir vegna...

Re: Keisarinn ætti að raka sig; þá er vanda málið úr sögunni.

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Mér finnst þú rugla saman hlutum hér VeryMuch, heimspeki er fyrst og fremst frjáls leikur. Henni svipar til skákar, sérstaklega þegar hún er á samræðuformi. Oft þegar maður setur fram rök eða mótrök fyrir einhverju þá er það ekki vegna þess að maður trúir á þau, heldur er maður að kanna hvert þau munu leiða. Stundum getur verið heilmikið spunnið í röksemd sem virðist fáránleg við fyrstu sýn. Góð heimspekileg samræða er því eins og góð skák (eða hvaða íþrótt sem er), það skiptir ekki öllu...

Re: Traust

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
VeryMuch þú segir að fólk beri virðingu fyrir þeim sem getur skaðað það. Hér er þú að rugla saman ótta og virðingu. Sá sem stjórnar með ofríki og ofbeldi má búast við að undirsátar hans beri hatur til hans og sitji á launráðum hvenær sem færi gefst. Hann verður svikinn. Virðing er allt annars eðlis, hana öðlumst við fyrir einhvern verknað sem við vinnum. Verð þó að viðurkenna að bófaforinginn á virðingu undirsáta sinni fyrir að sína mannfyrirlitningu og grimmd. Vona að þú sért ekki í...

Re: óendanleikinn aftur

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Rétt er að ekkert vísar ekki til neins, nema til sín, þ.e. það vísar á ekkert. Það er þessi vísun á sjálfa sig sem veldur vandræðum og er þversögn þess. Ef það er “ekkert” þá er amk. ekkert og það er jú eitthvað, það er ekkert. Varðandi vísindavefinn þá er svarið auðvitað allir, sé tekið mið af fullyrðingunni “hver er sjálfum sér næstur!”. Allir eru næstir sjálfum sér en mislangt frá öðrum ;-)

Re: óendanleikinn aftur

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Ástæða þess að ég stilli engu og óendanleika upp sem andhverfu er einfaldlega sú að margföldunar andhverfan af núlli er 1/0 (marföldunarandhverfa af 1 er 1/1, af 2=1/2, af 3=1/3 osfrv.). Ég veit að stærðfræðingar viðurkenna ekki að deila megi með núlli, en hér er 1/0 meira notað sem tákn fyrir óendanlega stærð, þar sem sú er raunin ef við tökum stökkið frá því að deila með stærð sem nálgast núll óendanlega, yfir í að deila hreinlega með núll. Ég veit ekki hvort að talnaruna í stærðfræðiþraut...

Re: óendanleikinn aftur

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Nú finnst mér þú verðir að færa rök fyrir því hversvegna þú sért ósammála um að “ekkert er ávalt eitthvað”. Eitt af því sem “ekkert” getur verið er t.d. punktur án staðsetningar og punktur er staðsett ekkert. Þetta helgast af því að punkur hefur enga stærð aðeins staðsetningu, án staðsetningar er hann því ekkert (hér má kannski skjóta inn í að punkur getur vel verið hringur með horn :)

Re: óendanleikinn aftur

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
gthth sagði: “En þetta er bráðum efni í aðra pælingu: Hvers vegna er eitthvað til fremur en ekkert?” Svo ég vitni aftur í þann ágæta heimspeking Bertrand Russell þá segir hann á einum stað í “lögmálum stærðfræðinnar” “nothing is always something”. Ef ég skil hann rétt hér þá verður eitthvað alltaf að vera til þar sem ekkert hlýtur amk. kosti ávallt að vera til. Hér komum við því aftur að þessu sambandi “ekkerts” og “óendanleikans”. Þau virðast vera sitthvor hliðin á sama peningi.

Re: óendanleikinn aftur

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Ég hallast að því að Guð (ef hann er til) er þversögn. Varðandi steinamengið þá sagði ég að Guð hafi eingöngu búið til tómamengið steinn. Hann læt það næga. Tómamengið steinn er íbúi í mengi steina, hvort sem það er tómt er með óendanlegum fjölda steina. Auðvitað er það þversögn að vera íbúi í sjálfu sér, sem tómamengið steinn er ef mengi steina er tómt. Ef við gerum ráð fyrir að Guð hafi skapað heiminn þá hlýtur hann einmitt að hafa byrjað að búa til tómamengi allra hluta sem í heiminum...

Re: óendanleikinn aftur

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
gthth svaraði: “Ég held aftur á móti að svarið með engan_stein virki ekki. Ég held að það sé bara orðaleikur”. Á vissan hátt er enginn_steinn orðaleikur en samt ekki því enginn_steinn vísar til tómamengis og er spurning um eðli þess. Tómamengi steina er mengi steina sem á eftir að fylla af steinum. Þetta mengi er á vissan hátt óendanlegt jafnvel á meðan það er tómt þar sem það hefur alla burði í sér til að rúma óendanlega marga steina sbr. hótelið að ofan. Lausnin felur því í sér að Guð býr...

Re: óendanleikinn aftur

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Að óendanleikinn sé sama og 0 vekur upp spurningu hvort “ekkert” sé ekki þversögn í sjálfu sér þar sem það felur í sér mótsögn sína, óendanleikann :-). Langar í því tilliti að varpa fram hinni gömlu þrætu um að hvort Guð sé svo almáttugur að búa til svo þungan stein að hann getur ekki lyft honum sjálfur? Lausnin getur þá falist í því að Guð býr til engan_stein sem er þyngri en allir steinar, þá hefur Guð búið til engan_stein sem hann getur ekki lyft sjálfur.

Re: óendanleikinn aftur

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Margar nýrri reiknivélar og forritunarmál leyfa slíkt, t.d. Java. Útkoman verður ýmist “possitive infinity integer” eða “negative infinity integer”. Stærðfræðingurinn Bertrand Russell fjallar um þessa stærð 1/0 í einu af riti sínu, minnir að það hafi verið “Introduction to mathematical philosophy”.

Re: Óendanleikinn

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Vona að ég sé ekki að vekja upp draug þótt ég komi svona seint inn í þessa umræðu. Óendanleiki er að ýmsu leiti velskilgreint hugtak. Eitt einkenni óendanleikans er að hann er endanleg stærð t.d. (óendanleiki+1=óendanleiki-1). Í ýmsum forritunarmálum er t.d. stærðin 1/0 skilgreint þannig að hún er stærri en allar aðrar tölur. 1/0 er þannig skilgreind sem óendanlega stór heiltala. Mjög gagnleg í mörgum tilvikum eins og talan 0. Spurning hvort hugurinn getur höndlað óendanleikan þá hlýtur það...

Re: Formfestur.

í Heimspeki fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Eini munurinn á skáldi og sagnfræðingi er að sá fyrrnefndi veit að hann lýgur en sagnfræðingurinn heldur að hann segir satt. Mig minnir að Jón Prímus segi þetta í Kristnihaldi undir Jökli frekar en biskup. Hver ætli sé lygi skáldsins? Líklega sú að telja okkur í trú um að ævi okkar sé saga. Auðvitað er það ekki svo. Við náum í mesta lagi að lifa jafn sundurtætta epík og Tómas Guðmundsson, metsölubók. Oftast eru þetta þó margir formlausir þræðir, samhengislausir í fortíð og framtíð eins og...

Re: Hvað er þekking?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Kokos: Það að tala er tæknileg færni. Hins vegar eins og með svo marga tæknilega hluti þá höfum við reglulega gaman af því að ræða um þá til að öðlast meiri þekkingu og um leið meiri færni. Eins og gthth bendir á þá eru mjög erfitt að greina þarna á milli. Hvar hefst þekkingarþáttur tungumálsins og hvar líkur færniþættinum? Góður málfræðingur er ekki endilega góður málnotandi og góður málnotandi hefur ekki endilega mikla þekkingu á tungumálum, jafnvel þótt hann sé margtyngdur. Midgardur sem...

Re: Hvað er þekking?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Margir stærðfræðingar telja sig hafa þekkingu á óendanleika amk. hafa margir þeirra fjallað um hann af þekkingu. Þannig að það er ekkert bundið við sjá allt mengið t.d. að hafa einhverja þekkingu á því. Er t.d. engin þekking í stjörnfræði þar sem engin hefur séð allt til endamarka alheims, hvað þá allar stjörnurnar sem þar eru, né heldur man engin það vel hin þekkta stjörnuhiminn að hann geti teiknað hann upp eða talið upp heitið á stjörnunum.

Re: Hvað er þekking?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Ég er ekki svo viss um að sá sem notar tungumál búi endilega yfir þekkingu á því. Er það þekking að vita að “bella donna” er ítalska og þýðir “falleg kona” á íslensku en “beautyfull woman” á ensku osfrv? Er það ekki frekar þekking á tungumáli að vita afhverju við tölum eins og við tölum, hvers vegna það eru til mörg og mismunandi tungumáli, hvar ræður mállegri þróun, hvert er eðli tungumála osfrv? Einnig getum við spurt okkur að þar sem ítölsk orð fyrir ítala sé þekking fyrir hann þar sem...

Re: Hvað er þekking?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Nei minn heili ræður ekki við slíkar skynjanir, en til eru heilar sem virðast ráða við slík. Rafheilar ráða t.d. auðveldlega við að plotta óræðar tölur og setja upp í munstur, einnig geta þeir birt nánast endalausa runa talnabrota óræðna talna. Í grafísku rými tölvunnar er jafnvel hægt að búa til 4 víða geómetríska hluta (sjálfgt í það óendanleg) þannig að við getum skynjað þessa hluti og haft jafn mikla tilfinningu fyrir formi þeirra og hverjum öðrum 3 víðum hlut (reyndar eru til mannlegir...

Re: Hvað er þekking?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Er hægt að skynja óræða tölu? Jú ég held það, til þess þarf ímyndunarafl en samt… hugsið ykkur hornalínu fernings lengd hennar er óræð. Hún hefur greinilegt upphaf og endi (eða hvað?) en samt er hún ómælanleg. Er þetta ekki brjáluð lína? Hvað klikkun er þarna í gangi? Hvaða hyldýpi er lína að hrapa niður í? Fraktalar er oft notaðir til að draga upp tölvulandsleg og einmitt þegar þeir enda í óræði myndast hyldýpisgjá í landslagið? Hjálpar þetta okkur eitthvað við að skynja óræði talna?

Re:

í Heimspeki fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Við getum haft þá þekkingu að þér þykir málverk vera fallegt. En hugtak eins og fallegur fellur frekar undir gildismat en þekkingu. Fallegur fellur þó undir sannleikshugtak, en ekki á þann hátt að það segir satt/ósatt um hlutinn sem það vísar á heldur um hug þess sem tjáir það. Kvennaflagarinn getur sagt við konu að hún sé fegursta kona í jarðríki, án þess að meina nokkuð með því. Í munni ástfangins manns er yrðingin hins vegar að öllum líkindum sönn.

Re:

í Heimspeki fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Segja má að svar mitt hafi orðið inntakinu að bráð (sést á eftir), sendingin rofnaði og innhaldið fauk út í óravíddir rafgeima :-) Reyni hér að endursegja það sem ég skrifaði. Ég skal fallast á að þekking sé eins og Platón segir og engin málamiðlun. Annað hvort búum við yfir þekkingu eða ekki. Það er ekkert sem heitir 75% þekking, hún er annað hvort algjör á fyrirbærinu eða við búum ekki yfir þekkingunni. Hér er samt ekki öll sagan sögð. Myndin er ekki full því við búum annað hvort yfir...

í Heimspeki fyrir 22 árum, 7 mánuðum

Re: Hvað er þekking?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Ég er að segja að þekking okkar er yfirleitt ekkert annað en rökstudd óvissa í besta falli. Hún er ekki fullvissa nema á því andartaki sem við erum að athuga hana. Þá er hún annað hvort sönn eða ósönn. Um leið og athugun okkar líkur fellur hún í rökstudda óvissuástandið aftur.

Re: Hvað er þekking?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Ég veit það ekki að óathuguðu máli fremur en Schröding vissi hvort kötturinn sinn væri dauður eða lifandi í kassanum með geislavirka efninu. Þessi óvissa skammtafræðinnar leiddi til krísuástands klassískrar þekkingarfræði sem heimtar vissu til að fullnægja skilyrðum um sanna þekkingu. Þessum skilyrðum er ekki hægt að fullnægja skammtafræðinni nema á því andartaki sem athugun er gerð og þá er hluturinn í einhverju af óvissuástandi sínu. Þar fyrir utan er hann í öllum. Ég get því búið yfir...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok