Ekki veit ég fyrir víst hvort að greinin fjallar á nokkurn hátt um heimspeki ellegar ekki, kannski ekki einu sinni víst að hún hafi nokkurn tíma sést, þar sem að ég er alls ekki svo viss um að þið séuð raunverulegur partur af minni veröld. Það sem að heldur mér stilltum eru í raun og veru tveir meginpartar eins og sú staðreynd að ef að ég framkvæmi a þá gerist b. Og það sem að ákveður hvort b sé gott eða slæmt er samviska heildarinnar sem er c. Þannig að ef að a blandast við x á einhvern hátt þá á að koma út b og ef b er ekki = og c þá er eitthvað að.
Þetta er parturinn sem ég vil kalla guð eða ekki guð.

Síðan er það hinn parturinn sem er náttúrulega tungumálið. Tungumálið beyglar rökhugsunina og dreifir athygli hennar þannig að hún getur ekki lengur verið ein með sjálfri sér, líkt og í upphafi,þegar(ef) að enginn gat mælt orð að vörum, þegar að enginn gat gert sig skiljanlegan á nokkurn hátt.
Mín persóna t.d. er nokkuð stutt á veg komin í notkun tungumálsins og enn styttra á veg komin í notkun breyta( og í raun og veru fullkomlega lömuð á því sviði eins og stendur) Þetta hefur reynst henni erfitt sökum þess að þó svo að hún hafi örmagnast, af leti, í leitinni að endimörkum tungumálsins og breytanna, þá er hún samt sem áður fangi þessara tveggja hluta.
Ef þið eigið bágt með að skilja þá getiði séð hversu fangaður maður er í tungumálinu með því að svívirða vin ykkar á hans eigin tungumáli og prófa það síðan á einhverju öðru og takið eftir því að þegar þið notið ekki hans eigin tungumál, eða ykkar, þá verður sálin eins og frjáls og þið getið látið hugan reika frjálsan um öll þau dónalegustu svæði sem í honum finnast án þess að móðga vininn illa.
Samfélagið heldur ykkur algjörlega fönguðum inni í þessum tveimur þáttum og hefur enga leið út. Við erum í sjálfheldu. Hverju skiptir það? Hvers lags bull er ég að malla? Nú það er gamla tuggan. Lögfræðingar eða réttara sagt lagahhöfundar og lögspekingar geta í raun leirað okkur að vild með því að gefa sér fyrirfram þekktar breytur. Þeim er, undantekningalaust, borgað fyrir að semja rökstuddar breytur um það hvað sé c í raun og veru. Í raun myndum við sjá hvers konar buslubækur, lögbækur eru í raun og veru ef að við myndum fá rétta mynd af c. Ef að við myndum fá að vita hversu nálægt sannleikanum um c , óþekkta stærðin væri þá myndum við fá leiðingjarn sjokk. Við myndum uppgötva þá súru staðreynd að öll sú mikla speki, sem liggur á bakvið réttlætið, væri einungis tengd því hversu vel einstaka fjármöngurum gengi að halda sig réttu megin við núllið og hversu vel þeim gengi að halda hinum, sem styst eru á veg komin í notkun breyta og tungumáls, hinum megin við núllið.
Á meðan að formið verður ekki frelsað þá á engin raunveruleg þróun eftir að eiga sér stað í raunverulegri heimspeki. Þá er eiginlega betra að vera í skákklúbbum. Á meðan að hinn þeir sem eru ekki réttu megin við núllið taka engan þátt, þá verður þröngsýnin svo mikil að gangan verður í líki skjaldbökuhlaups.
Auðvitað kemur að því að ég verði að kíkja á breyturnar en þangað til þá verð ég að jazzast í gegnum þetta. Formið á hefur fyrir löngu sett ykkur öll inn í sömu tunnuna, sem veltur bara á eftir efnahagskerfum heimsins. Það á alltaf eftir að tefja fyrir því að þorstinn slokkni í líki paradísar(eða innri hamingju) Allir þekkja þá tilfinningu að ganga á bak orða sinna, segja eitt og gera annað, það gerðum við einungis til þess að frelsa okkur frá forminu. Lygi(undirrót frelsisins) er okkar raunverulegasti heimur hingað til, ekki vegna þess að hann sé svo dásamlegur, heldur vegna þess að hann frelsar okkur frá þurrum formum og orðum, breytum og bönkum. Hingað til hafa menn lítið tínt til af sannri speki, því þeir forða sé ekki út úr sjálfum sér. Við tökum tískuna fram yfir trúarbrögð, jafnvel þótt augljóst sé að hún tæmi hvern þann sem drekkur hana alla, við tökum rökhugsun fram yfir náungan vegna þess að í besta falli þá dettur okkur í hug a éta nágrannan.