Vona að ég sé ekki að vekja upp draug þótt ég komi svona seint inn í þessa umræðu.

Óendanleiki er að ýmsu leiti velskilgreint hugtak. Eitt einkenni óendanleikans er að hann er endanleg stærð t.d. (óendanleiki+1=óendanleiki-1). Í ýmsum forritunarmálum er t.d. stærðin 1/0 skilgreint þannig að hún er stærri en allar aðrar tölur. 1/0 er þannig skilgreind sem óendanlega stór heiltala. Mjög gagnleg í mörgum tilvikum eins og talan 0.

Spurning hvort hugurinn getur höndlað óendanleikan þá hlýtur það að vera jafn flókið eða auðvellt fyrir hann og að höndla hugtakið ekkert. Því það er ákveðið samasemmerki á milli óendanleikans og ekkert, á þann hátt að það má skilgreina óendanleikan sem andhverfu ekkerts. Það merkilega er þó að í sumum tilvikum virðist rétt lausn á “engu” að það er “óendanlegt”. Dæmi um það getur t.d. verið lausnin á þrautinni um turnin í Hanoi. En þar segir að munkar sitji í turni einum og eru að millifæra 64 gulldiska á milli þriggja stólpa. Upphaflega voru allir diskarnir á stólpanum sem var lengst til vinstri en þeir eiga að færa alla diskana á stólpann sem er í miðjunni. Þetta verða þeir að gera eftir ákveðinni reglu þannig að þá má bara færa einn disk í einu og þá má ekki láta stærri disk ofan á minni disk. Þegar þeir hafa lokið þessum tilfæringum verður heimsendir. Til að leysa þessa þraut má gefa stærsta diskinum tölugildið 1/1, næst stærsta 1/2 og þannig koll af kolli. Minnsti diskurinn fær þá tölugildið 1/n þar sem n=64 þar sem munkarnir eru að millifæra 64 diska. Það athyglisverða hér er að enginn_diskur fær tölugildið 1/0 þar sem hann verður að vera stærri en allir aðrir diskar, því annars mætti ekki setja neinn disk þar sem enginn diskur er fyrir.