Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

midgardur
midgardur Notandi frá fornöld 464 stig

Re: Víddir

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Rúmfræðilegur punktur er alltaf jafn stór þ.e. hann hefur enga stærð bara staðsetningu :-) Rúmfræðilega er punktur með 0 víddir, lína hefur 1 vídd, flötur hefur 4, teningur hefur 3, osfrv. Það eru til svæði hér á netinu sem sýna 4 víða hluti, man ekki eftir neinni slóð í svipin, en hægt að finna þetta t.d. á google.com. Klassísk grein um heima í mismundandi víddum er Flatland eftir Edwin A. Abbott. Hana má m.a. lesa á: http://www.alcyone.com/max/lit/flatland/ Um hegðun fjórvídds hlutar í...

Re: könnun

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Tíminn hefur ekkert með geómetrískar víddir að gera. Ef þú værir í 4 víddi þá merkir það einfaldlega að einhver hluti af þér væri fyrir utan þrívídda heiminn, sem við hin skynjum.

Re: Hvað er tími? Pælingar og enn fleiri spurningar!

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Kurt Vonnegut setur upp skemmtilega og frumlega “tímasíu” í bókinni Sláturhús 5. Þar hefur söguhetjan einhverra hluta vegna brenglast í tímaupplifun sinni. Tímaskyn hans hefur eins og splundrast í þúsund mola og raðast síðan saman aftur eins og endalaus “flash back” í kvikmynd fram og til baka í tíma. Í sjálfu sér má vel ímynda sér að slík tímaskynbrenglun geti átt sér stað. En sjálfsagt verður þá heimurinn að uppfylla ákveðin skilyrði svo slíkt gerist. Í skáldsögu Vonneguts uppfyllir eðli...

Re: Hvað er tími? Pælingar og enn fleiri spurningar!

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Í grófum dráttum má tala um þrennskonar tíma. Í fyrsta lagi má tala um heimssögulegan eða náttúrulegan tíma, sem er viðfangsefni eðlisfræðinnar og veldur okkur miklum ráðgátum. Sumir vilja jafnvel meina að þetta tímafyrirbæri sé ekki til. Í öðru lagi er líffræðilegur eða sálfræðilegur tími. Þetta er “tímaupplifun” lífvera sem er mjög afstæð bæði á milli tegunda, milli einstaklinga af sömu tegund, á mismunandi æviskeið einstaklings og mismundandi upplifunarskeiðum einstaklings. Í þriðja lagi...

Re: könnun

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Ef það er enginn tími á milli vetrarbrautanna þá er heldur engin fjarlægð á milli þeirra, þar sem það tæki ljósið 0 tíma að komast á milli þeirra. Spurningin er því hreinasta bull.

Re: Hvað er tími?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Í tímarúmi getur þú haft hreyfingarleysi. Er tíminn því ekki miklu fremur það sem gerir hreyfingu mögulega, þ.e. rúmið. Tími og rúm verða ekki aðskilinn: tími=rúm.

Re: könnun

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
á milli vetrarbrautana er tímarúm, þ.e. tími og rúm verða ekki aðskilin. Hins vegar ef heimurinn væri jafnstór punkti þar sem allar fjarlægðir eru 0 er 0 tími.

Re: Meira um óendanleikan.

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
rétt mun það vera :)……

Re: Meira um óendanleikan.

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Það sem er óendanlegt á sér hvorki upphaf né endi. Tilraun þín hefur hins vegar augljóst upphaf og endi. Ef hugmyndir manna um tímarúmið eru sannar má hins vegar staðhæfa að sérhvert andartak sé óendanlegt, það hefur ávallt verið á þessum stað í tímarúminu og mun ávallt vera þar. Það á sér hvorki upphaf né endi þótt það eigi sér staðsetningu.

Re: Andardráttur tilverunnar og

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Vil benda á að í stað “skrabls” má nota óræðar tölur eins og pí til að ná sama árangri. Vegna óendanlegs fjölda kommutalna í pí má fabúlísera að einhverstaðar á halanum er talna kóði þannig að ef hann er “kompælaður” í forritunarmálinu C þá verður til tölvuhermir sem hermir eftir lífi þínu í smæstu smáatriðum. meiri mysa ;)

Re: Að sjóða saman hringrás

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Hringrás er ekki það sama og línulegur. Þannig er almanaksárið hringrás og árstíðarskiptin, einnig braut jarðar um sólu. Tíminn eins og við teljum hann …,1999, 2000, 2001,… er hins vegar línulegur. Heimsfræðinga greinir á um hvort tíminn sé hringferli eða línuferli, þ.e. hvort heimurinn fari að falla saman aftur eða hvort hann þenjist út í það óendanlega. Hringferli og línuferli fara þó oft saman. Þannig getum við gert ráð fyrir að þótt heimurinn þenjist út og falli saman á víxl eins og...

Re: Að sjóða saman hringrás

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Allar hringrásir sem eru myndaðar úr atburðum í tímaröð sem endurtaka sig aftur og aftur, mynda faktískt spíral um tímaás. Jörðin sem dæmi gengur faktískt ekki á sporbaug um sólu heldur gengur hún í spíral.

Re: Að sjóða saman hringrás

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Hringrás er eitthvað sem gengur í hringi. Blóðrásin er eitt dæmi um hringrás. Almanaksárið er enn annað dæmi. Sólarhringurinn þriðja osfrv. Munstrin sem þú nefnir geta varla talist hringrás. Hins vegar má hugsanlega skilgreina athöfnina þína við raða saman munstrunum sem hringrás þ.e. Þá endurtekur sömu atburðarrásina aftur og aftur í sömu röð (tekur saman stafakubbana, hristir, kastar, skoðar munstrið, skráir, tekur saman stafakubbana…). Mögulegur fjöldi munstra sem þú getur fengið skv....

Re: Ég man ekkert!

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Ég geri ráð fyrir hvurslags minn að þú eins og ég munir augnablik sem þú mannst ekki. Það þarf ekki mysu til ;-)

Re: tvinntölur

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
hmm… kærar þakkir fyrir að leiðrétt mig hér. Rauntölur eru í mengi tvinntalna eins og er skilgreint skilmerkilega á vísindavefnum. Ég get þó ekki verið sammála þér í því að tvinntölur séu á einhvern hátt meira verkfæri en önnur talnmengi stærðfræðinnar. Finnum við yfirhöfuð heiltölur, ræðar tölur, óræðar tölur í náttúrunni? Finnum við 1 eða 2,5 í hinum áþreifanlega ómanngerða veruleiku? Tölur eiga það sameiginlegt að vera góð verkfæri. Eins og segir á vísindavefnum “Auk þess eru tvinntölur...

Re: tvinntölur

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Hmm: Stóra spurningin er hvort menn finna upp mengi talna sem er í mengi rauntalna eða uppgötva. Voru heiltölur, óræðartölur osfrv. fundnar upp eða uppgötvuðust þær. Það er rétt að lengi fram af trúðu stærðfræðingar að tvinntölur (eða réttar sagt ímyndaðar tölur eins og þær voru upphaflega kallaðar) væru leikfang. Í dag er hins vegar viðurkennt að tvinntölur (complex number) eru hlutmengi í mengi rauntalna. Tvinntölur eru mikið notaðar í dag til að lýsa ýmsum eiginleikum veruleikans t.d. er...

Re: Huh ?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Afhverju þarf það vera heilabeyglandi hmm? Er pí eða kvaðrótin af 2 heilabeyglandi (eru það reyndar eins og allt annað) þótt þau hafi óendanlegan kommutöluhala (eitt af mörgum stigum óendanleikans). Það eina sem er meira heilabeyglandi við óendanleikan en margt annað sem við erum að framkvæma sem rútínu á hverjum degi er að það er ekki rútína að nota óendanlegt í reikningum. En eins og ég hef nokkrum sinnum bent á þá er það þó að verða rútína hjá sumum þar sem stundum getum verið gott að...

Re: Hvað þarf til að vera heimspekingur?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Ja… sumir eru fæddir piparsveinar (barchelor) og geta ekki annað. Þannig menn pipra ekki þótt þeir pipri.

Re: Hvað þarf til að vera heimspekingur?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Með BA-gráðu ertu með pungapróf í heimspeki, MA veitir þér fyrirspurnarrétt á fínum heimspekiþingum, með doktorsgráðu í heimspeki ertu með sanni orðinn fullnuma :-)

Re: Trúin flytur fjöll

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Skv. þá nægir að ganga til fjallsins til að flytja það eins og Múhameð spámaður kenndi :-)

Re: Traust

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
verð að taka fram að ég var undir talsverðum áhrifum af grein Vilhjálms á http://www.heimspeki.hi.is/wm/wm.php?greinasafn/nietzsche/raetur VeryMuch

Re: Huh ?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
hmm: ég myndi svara spurningunni um hótelin þannig að það sé hægt að setja óendanlega mörg óendanlega stór hótel í óendanlega stórt hótel. Ástæðan er sú að í þessum ímyndaða rökheimi eru til óendanlega mörg óendanlega stór hótel sem hvert um sig er einstakt. Hins vega held ég að það sé ekki hægt að setja óendanlega mörg almengi óendanlegra rauntalna í óendanlegt almengi rauntalna. Ástæðan er sú að það er bara til eitt almengi rauntalna og það er óendanlegt. Punkturinn er að það eru til...

Re: Huh ?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Kaiser segir “a+0=a fyrir öll a í R” en gildir þá ekki líka a+∞=∞ fyrir öll a í R einnig gildir a*0=0 fyrir öll a í R Mér þrýtur kunnáttu í stærðfræði en mér kæmi ekki á óvart þótt: a*∞=a fyrir öll a í R gilti líka vegna symitríu sem mér finnst vera á milli 0 og ∞. Mig langar til að spyrja ykkur afhverju ykkur þykir stærðin óendanleg eitthvað óskiljanlegri en stærðin einn eða engin eða hvaða önnur stærð sem er? Í praxís er t.d. nauðsynlegt á stundum að leyfa 1/0, þess...

Re: Huh ?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Mér sýnist að Kaiser hafi sýnt fram á að óendanleikinn sé endanleg stærð með hóteldæminu, það verist ekki skipta neinu máli hvort bætt er í hann eða tekið úr (jafnvel óendalega) hann er alltaf samur við sig. Er það þversögn? Er hægt að setja óendanlega mörg óendanlegastór hótel í óendanlega stórt hótel? sbr. er hægt að setja óendanlega mörg almengi rauntalna í almengi rauntalna? Ég held ekki því almengi rauntalna er eitt og það er óendanlegt. Hins vegar er hægt að setja óendanlega margar...

Re: Traust

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Ég er eingöngu að leiða til hins ýtrasta fullyrðingu þína: “Rökin fyrir þessu liggja í mannlegu eðli. Fólk ber virðingu fyrir þeim sem getur skaðað það, hefur sýnt fram á getu sína til að valda skaða”. Þrællinn er þar öfgafyllsta dæmið að mínu mati. Ég hef sett upp spurningarmerki um hvort það sé virðing sem persóna í slíkri aðstöðu sýnir eða er það ekki frekar ótti. Þótt þrælahald sé aflagt þá eru margir í svipaðri stöðu og þrælar á þann hátt að þeim finnst þeir eiga allt sitt undir náð og...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok