..svo ég settist loksins niður og skrifaði grein:

Ég var að velta því fyrir mér hvað “hringrás” getur verið.
Mér leist svo á að það gæti aðeins verið hringur eða
kerfisbundin endurtekning. Einnig þarf hringrás að hafa
þann möguleika að endurtaka sig að eilífu, a.m.k. á meðan
eitthvað knýr hana áfram.

En hvernig í ósköpunum getur við vitað hvort um er að ræða
eiginlega hringrás eða bara tilviljunarkennt mynstur?
Er það þannig að um leið og hringrás fer aðeins út af sporinu
þá er ekki lengur um hringrás að ræða?
Ég ætla ekki að svara þessu núna.. EN.. ég gerði tilraun:

Tilraunin fólst í því að prófa mynstur bókstafa af handahófi,
hugmyndin er upphaflega ekki mín eigin en ég styðst við hana engu að síður.

Ég prófaði að raða saman bókstöfunum ‘a’, ‘b’, ‘c’, og ‘d’ í
mismunandi mynstur. Ég fékk þá líklega út eitthvað eins og:
“aaab”, “dcca” og “adcd”.

Aðlokum fór tilraunin sjálf af stað:
1. Ég valdi mér mynstur gert úr þessum bókstöfum.
2. Ég bjó til handahófkennt mynstur og bar saman við mynstrið
mitt.
3. Þetta endurtók ég 10.000 sinnum.

Eftir tilraunina athugaði ég hversu oft mynstrið mitt kom upp.
Það voru yfirleitt tölur á bilinu 130-180.
Nú endrutók ég þessa tilraun um það bil 500 sinnum og fékk út
meðaltalið. Það var 156.

10.000 deilt með 156 er um 64. Nú ályktaði ég að mynstrið
mitt kæmi upp einu sinni á 63 mynstra fresti. Að sjálfsögðu
prófaði ég það líka.

Nú endurtók ég fyrstu tilraun, en í staðinn fyrir að reyna
10.000 sinnum í hvert skipti reyni ég 64 sinnum.

meðaltalið eftir 8000 tilraunir er svo, eins og ykkur kannski
grunar, 1.

mynstrið sem ég valdi kom að meðaltali upp á 63 mynstra
millibili. Þetta mynnir ósegjanlega mikið á alvöru hringrás,
ekki satt?
Þetta getur þó varla talist sem slík, því þetta var algjörlega
tilviljunarkennt. En þegar möguleikarnir eru svona fáir er að
sjálfsögðu óhjákvæmilegt að hlutir endurtaki sig.

Niðurstaða: Þessi tilraun sannar í sjálfu sér ekki neitt, henni
er einungis ætlað að sýna möguleikann á því hvað “hringrás”
getur verið, eða ekki verið.

Að auki má láta fulgja með að í seinustu tilraun var útkoman
alls ekki alltaf einn. Eftir 8000 tilraunir kom m.a.s. ein
sexa í ljós.