Ég byrjaði að skrifa þetta inná korkinum, “Hvað er tími?” en þetta varð aðeins viðameira en ég ætlaði í fyrstu. Þannig að ég ákvað að breyta þessu bara í grein í staðinn. Here goes..

——————————————————————-

Hvað er tími?

Mitt svar er (einfaldlega) hreyfing.

Geta tveir punktar framkallað hreyfingu?
[punktur hefur ekki stærð]

Þetta er nokkuð lúmsk spurning, þar sem það er ekki hægt að greina hreyfingu, ef það er ekkert viðmið.

(mar hugsar þetta eins og hér sé einhver til að skynja þetta, kannski er það rangt eða óæskilegt)

Getum við búið til raunveruleika þar sem við einfaldlega segjum punktana tvo vera á hreyfingu, þó ekki sé hægt að skynja það?

Ef við segjum að tveir punktar í tómi geti myndað hreyfingu, þá hei presto, er kominn tími! Húrra hamingja og gleði :)

En er það málið?!

Ef við segjum að tveir punktar myndi ekki hreyfingu, þar sem hún sé ómögulega mælanleg(greinanleg), þá geta aðeins 3 punktar eða fleiri myndað hreyfingu, þar sem mynsturbreyting verður greinanleg í innri afstöðu punktanna.

En segjum að punktar sem eru 3 eða fleiri, hreyfist “fullkomlega” samtvinnað, eins og þeir hafi massamiðju, er þá hreyfing?!

Kannski er hægt að segja hreyfing sé óumflýjanleg, þar sem “fullkomleiki” gæti ekki verið “fullkominn”, en í heimi sem hefur punkta [ss án stærðar] er fullkomleiki kannski ekki fjarstæðari en tilvera punkts..

Möguleiki er líka að tala um hreyfingu um miðju, þó að punktarnir haldi fullkomlega innbirðis afstöðu. En þá þarf nottlega að hafa eitthvað ytra sjónarhorn til að geta séð hreyfingu um miðju áðurgreindra punkta, og er þá ekki enn annar punktur kominn í spilið, sem einhverskonar sjónarhóll?! Jú það sýnist mér.

Ss ég get slegið það fast með fyrirvara að hreyfing sé amk möguleg ef 3 eða fleiri punktar eru í tómi..

En eftir stendur spurningin hvort 2 punktar geta myndað hreyfingu.

Og hvort hreyfing sé möguleg, ef allir punktar í tómi halda innbirðis afstöðu sinni. Gildir einu hve margir þeir eru.

Hér kemur kannski að spurningunni um tréið sem fellur í skógi..

Þe hvort að við getum sagt að eitthvað hreyfist, þótt við getum ómögulega greint það?! Þá meina ég hvort að það sé röklega mögulegt, eða einfaldlega rökvilla?! Þetta er kannski spurning um hvaða heim, eða hvaða rökkerfi mar miðar við?

Við gætum búið til röklegan heim, þar sem stakur punktur í tómi getur hreyfst, þe við einfaldlega segjum það!

Er þessi heimur sem við lifum í, eða teljum okkur lifa í, þannig háttað?

Er heimurinn hulinn eðli sínu samkvæmt, þe gerð heimsins hindrar fullkomna skynjun sjálfs sín?!

Ég tala stundum um að elta skottið á sjálfum mér og að heimspekingar geri það líka. Það er þetta sem ég á við. Þe við náum aldrei í skottið, eðli hringdansins er þannig að við finnum bara lyktina af skottinu, en snertum það aldrei.

Þannig að ef heimurinn er okkur hulinn í eðli sínu, óumflýjanlega hulinn, rökleg raunveruleg gerð hans hindrar okkur í þekkingarleit okkar; erum við þá ekki á endanum dæmd til að eltast við skottið á okkur?!

Hver veit?

Spurningin; er heimurinn okkur hulinn? Er eflaust mikilvægari en að velta fyrir sér hvort við erum dæmd á endanum, til að elta eigið skott.

Aðrar spurningar:

Er heimurinn röklegur?

Er rökfræðin háð heiminum, eða er hún óháð, eilíf, sjálfstæð?

Getur stærðfræðin lýst heiminum, endanlega, fullkomlega?

Hvað er stærðfræðin?

Jæja nú er kominn tími á að slaufa þetta. Það er nú einu sinni svo, að spurningar geta af sér aðrar spurningar.

Erum við dæmd til að elta á okkur skottið?!