Ég þarf aðeins að tjá mig um eina settningu. Mér finnst persónulega doldið mikið til í þessari settningu, ‘Ef þú óttast dauðann kanntu ekki að lifa lífinu’. Finnst ykkur það ekki líka? Maður kann ekkert að lifa lífinu ef maður óttast dauðann, eða hvað?
Jú, maður kann alveg að lifa lífinu, en ekki rétt… ef þú ert alltaf að hræðast dauðann þá ertu svo svakalega hrædd(ur) að þú kannnt í raun og veru ekki að lifa lífinu skemmtilega…. eða það finnst mér. Það er doldið erfitt að útskýra þetta, enda þarf heldur ekkert að útskýra því þetta skýrist allt sjálft.
Ég hef marg oft verið að spögulera í þessu… í raun og veru finnst mér þetta takna svo margt, en ég veit ekki bara hverjar hinar merkingarnar eru….
Persónulega hef ég alltaf verið pínulítið hrædd við að deyja.. eða sko, auðvitað vill einginn deyja bara allt í einu! (eða svona flestir)… En frá því ég heyrði þessa settningu þá eiginlega hætti ég að óttast dauðann. Ég veit að þetta hljómar doldið asnalega.. en svona er þetta bara. Kannski þið getið tjáð ykkur líka eitthvað um þetta… eða ef þið vitið hvað annað þetta merkir…

Jæja, kveð í bili!