Það er merkilegt hvað hernaðarhyggja virðist vera orðin ríkjandi skoðun í dag. Í dag er borinn til grafar forseti sem helst verður minnst í framtíðinni fyrir að skera niður fé til velferðar- og mannúðarmála en þess í stað steypa ríkasta stórveldi sögunnar í stórskuldir vegna uppbyggingar herafla. Í dag eru við síðan að súpa seiðið af þessu. Risaveldi á brauðfótum sem á ekkert nema milljóna herfylki, sprengivélar og kjarnorkuflaugar til að verja sig mönnum með dúkahnífa. Er nema von að maður hristi hausinn yfir þessari heimsku.

Gamall kínverskur málsháttur segir að maður á ekki að skjóta mýflugur með fallbyssum. Þetta er það sem við erum að horfa upp á gerast í dag, karlrembubaulur myrðandi saklaust fólk í leit að óskilgreindum terróristum í fjarlægum löndum, hryðverkafólk sem að öllum líkindum er í skólpræsum heimalandsins, bíðandi eftir rétta augnablikinu að gera nýja dúkahnífaárás. Já hvers á heimurinn að gjalda að hafa hleypt slíkum íhaldsskurfum til valda.

Því miður virðist hinn grimma Róm vera búin að leggja gríska lýðræðið að velli.

M.