Hef ég verið að velta fyrir mér tilgangi lífsins og hafa mér dottið nokkrir hlutir í hug og ætla ég að koma með smá orðatiltæki er ég bjó til sjálfur og vona ég að öllum líki það eða hreinlega að lítast vel á greinina.

Komum við hér á jörðina til að gegna einhverjum tilteknum tilgangi eða eigum við hreinlega bara að reyna að ‘'skemmta’' okkur þar til við deyjum.En svo virðist ei vera,heldur er lífið vinna,vinna og vinna.Mætti segja að tilgangur lífsins sé að halda jörðinni í sæmilegu ástandi og að reyna að fjölga sér með því að eignast afkvæmi (börn),er munu vaxa upp og dafna og fer það allt eftir uppeldi.

Mætti segja þessa grein vera dálitla blöndu af ‘'heilsu’' og ‘'heimsspekis’' áhugamálinu.

Hér kemur orðatiltækið er ég bjó til og vona ég að sem flestir skilji það vegna þess hve margir segja það vera ‘'djúpt’'

''Lífið er vinna,
maður lærir á það,
maður vinnur það,
og á endanum hvílist maður''

Til að skýra þetta orðatiltæki mitt er ég að lýsa því að er maður er að læra á það er maður ungur og er í grunnskóla og síðan í háskóla o.s.frv.Síðan vinnur maður þá vinnu er maður vill vinna (ef maður fær hana)
Síðan verður maður gamall og hvílist þar til maður deyr.

Ef einhver er með eitthvað neitkvætt gagnvart þessari grein má hann alveg sleppa því að vera með einhver leiðindi.

Annars bara friður og farið vel með ykkur.