Ég er mikil kattarkona og elska kettina mína eins og þeir væru börnin mín. Tvisvar hef ég svo lent í því að keyrt var á kettina mína og þeir skildir eftir þar sem þeir lágu, jafnvel þó að þeir væru bæði eyrnamerktir og með sjálflýsandi merktar ólar. Nú vil ég vita hver minn réttur er því ég er alls ekki sátt. Er það virkilega allt í lagi að gera svona lagað? Er fólki sem þetta gerir virkilega ekki hegnt ef upp kemst? þvílík illska að gera þetta ég meina, hvað ef þeir hafa kvalist? Auðvitað er þetta slys og ekkert er hægt að gera í því. En þegar fólk keyrir bara í burtu án þess að athuga með dýrin er það virkilega ekki allt í lagi! Það er hrein og bein illska. Hvað vitum við um eigendur dýranna t.d.´? gömul einmanna kona gæti þess vegna átt dýrið og hreinlega fengið hjarta áfall þegar hún finnur það illa leikið, málið er að við vitum aldrei. Þess vegna finnst mér að við ættum að taka upp refsingar við þessu. Auðvitað getur fólk sem keyrir á dýr og keyrir svo í burtu náttúrulega alltaf sagt að það hafi ekki tekið eftir því, en er óhætt að slíkt fólk hafi bílpróf? ef það tekur ekki eftir því þegar það keyrir á t.d. fullvaxinn kött, myndi það taka eftir því að hafa keyrt á lítið barn? Og svo er það náttúrulega annað, sumir einfaldlega þora ekki að segja frá því og forða sér því, en hvernig væri að hafa þjónustu hjá lögreglu sem myndi koma því til skila? er ekki betra að vita um köttinn svo að sá sem treystir sér til að sjá dýrið geri það í stað þess að barn, ófrískar konur og aðrir sem ekki eru undir það búnir að sjá illa leikið gæludýr sitt,finni það ekki?
GÆLUDÝRAEIGENDUR, KREFJUMST RÉTTAR OKKAR!!!!
Dýr eru oft ekki síður ástvinir okkar en menn!