Ég var að horfa á fréttirnar núna í áðan og þar var frétt um hann Mike Tyson, ljúfling og lamb, þar sem hann er sakaður um nauðgun, einusinni enn. Í fréttinni var einmitt minnst á það að hann hefur verið dæmdur fyrir nauðgun áður og var þá dæmdur í 3 ára fangelsi. Kannist þið ekki við töluna? 3 ár? Og hvað gerði hann? Hann táldróg einhverja 18 ára stelpu (sem er þar með ekki minor í Bandaríkjunum), lamdi hana kannski eitthvað (er samt ekki viss, hann þurfti þess kannski ekki) og nauðgaði henni svo. Búið. Fyrir þetta sat hann inni í 3 ár. (Var hann ekki dæmdur í 4-5 ár?) Ég ætla ekkert að vera að telja upp hvað okkar ástkæri ostaskeramaður á að hafa gert við 17 (!) ára stúlkuna því við munum það flest enþá, og hann fær 3 ára dóm og situr líklega inni í 2 ár. Niðurstaða? Ekkert nýtt, bara það að það þarf að senda íslenskt dómskerfi í alvarlega naflaskoðun. Við erum alltaf að bera okkur saman við nágrannaþjóðirnar, eru ekki Bandaríkin ansi nálægt okkur? Í það minnsta erum við alltaf að herma eftir þeim. Gerum það á fleiri sviðum.

Takk fyrir.