Ég var að horfa á Ísland í dag, í gær og þar var verið
að tala um heimilislausa ketti og konurnar úr kattholti
voru með nokkra kettlinga og ketti sem höfðu fundist hér
og þar í borginni.
Svo hringdi kona inn sem þekkti köttinn sinn sem hafði
týnst fyrir nokkrum mánuðum og henni var sagt að hún mætti
fá köttinn aftur er hún borgaði 30.000 krónur fyrir aðgerð
sem kötturinn hafði farið í vegna lærbrots.
Mér finnst þetta dálítið skrítin vinnubrögð, það er verið að
lóga fullt af köttum og kettlingum vegna þess að enginn vill
eiga þá, en svo eru þessar annars ágætu konur að borga 30.000
úr eigin vasa fyrir lærbrotinn kött, sem þær gætu svo þurft að láta lóga nokkrum vikum seinna.
Ég hef ekkert slæmt um þessar konur að segja, og hef sjálf
fengið kettling hjá þeim, en ég held að fólk fari ekki til
þeirra að leita að köttunum sínum ef það gæti þurft að borga
tugi þúsunda króna fyrir. Auðvitað er fólk sem mundi borga þennan
pening, en alls ekki allir.
Hvað finnst ykkur?
Mundu þið BORGA 30.000 krónur fyrir kött?