Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

lhg
lhg Notandi frá fornöld 230 stig

Re: Sori Samfélags!

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Þú mættir nota enter takkann aðeins meira. Það er rosalega þreytandi að lesa þetta svona allt í belg og biðu. Alla vega, svo ég komi með mína skoðun á þessu máli, þá er það á ábyrgð foreldra að vara börnin sín við ircinu. Þegar ég var smápatti sagði mamma mín mér að ég ætti aldrei að fara upp í bíl hjá ókunnugum. Ég er nokkuð viss um að þegar hún var að alast upp í sveitinni þá var sú hætta ekki til staðar og líklega hefur hún sjálf fengið einhverjar allt aðrar viðvaranir. Hún sagði mér...

Re: Neitað að horfast í augu við vandamálin

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Það þarf bara að blanda nógu vel. Ég bý núna í Toronto í Kanada og hér eru allra þjóða kvikindi og öllum virðist vera sama. Það eru til 2 kínahverfi og ítalskt hverfi og grískt hverfi ofl. og þar sem ég bý virðist vera nokkuð mikið um einhvers konar asíubúa, a.m.k. eiga þeir allar sjoppurnar :) Ég veit ekki hvað þeir hafa gert hér til að ná svona góðum móral en ég held að það sé stór þáttur í því að gera innflytjendurna að þegnum í landinu þannig að þetta sé líka landið þeirra og þeir hafi...

Re: sumir kunna ekki að fara með hesta!!!!

í Hestar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Af hverju spjallaðirðu ekki við manninn? Kannski hefði hann bara verið þakklátur fyrir smá ráðleggingar.

Re: Mannanafnanefnd

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Fólkið sem er í nefndinni fer bara eftir lögunum sem voru sett um nafngjafir. Það er ríkisstjórnin sem þykist vita betur en við hvaða nöfn henta og henta ekki með því að setja þessi lög. Mér finnst líklegt að skipað sé í nefndina á vegum Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Líklega bara eitthvað fólk sem þáverandi ráðherra fannst að vantaði aukavinnu :)

Re: Hvad er i gangi herna?

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ef þú fílar ekki einhverja höfunda hérna þá þarftu ekki að lesa það sem þeir skrifa eða það sem betra er, þú getur svarað þeim. Mér finnst það miklu betra heldur en að banna ákveðna umræðu. Við verðum að ræða málin til að vita hvað er í gangi í þjóðfélaginu.

Re: **Madge**

í Sápur fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Blessuð sé minning hennar! Annars man ég eftir þegar hún kom inn í þættina og flutti inn í hús bróður síns með vandræðagemlinga tvo sem rættist síðan úr. Það eru orðin ansi mörg ár síðan held ég. Dóttir hennar var leikin af Kylie Minogue sem átti eitthvað topplag hérna á dögunum.

Re: Hundahald í stigagangi

í Hundar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Jú, sumum finnst hundahald ekki eiga heima nema í sveit. Það er frekar lítið að gera í því. Ef kallinn er ekki sjálfur að fara að flytja þá er bara að finna þér aðra íbúð með sér inngangi. Þú getur líka alltaf lent í veseni ef einhver fær ofnæmi fyrir hundinum, þó hann hafi skrifað undir eða ef barnið einhvers fær ofnæmi. Eða bara ef þú lendir í deilum við einhvern og hann þykist hafa ofnæmi til að hefna sín á þér.

Re: ósanngjarnt...

í Hundar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Þeir sem reka barnaland.is hljóta að ráða því hvað þeir vilja hafa á síðunni. Ég held að það sé nokkuð augljóst að dýr eru ekki börn og ef þeir vilja ekki hafa dýr þá er það ekkert ósanngjarnt. Bara þeirra val. Alveg eins og ef þú settir mynd af ketti eða naggrís á hundasíðu þá er frekar líklegt að þeir sem reka síðuna myndu eyða henni út. Ef þig langar að setja upp dýraland.is þá er bara að fá fleiri með þér og gera það :)

Re: Mannanafnanefnd

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ég sé að Skellibjalla er ekki á listanum yfir leyfileg nöfn ennþá en það er ekki þar með sagt að það yrði ekki leyft ef það væri sótt um það. Ég meina, það samræmist alveg íslenskum málvenjum og beygingareglum :)

Re: @kynslóðin

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ég keypti algjörlega ódýrustu íbúð sem ég fann, 40 fm, ósamþykkt, kostaði þá 2.6 og var með áhvílandi 1.2 með afborgunum um 20 þús á mán ef ég man rétt. Ég fékk restina lánaða í banka til 7 ára með eitthvað 10% vöxtum, borgaði líklega 40 af því til að byrja með. Eftir skatta var ég með um 115 þús í vasann. Eftir afborganir átti ég 55 eftir. Þá er eftir rafmagn og hiti sem var svona 2500 á mánuði, sími 5000, strætó 3500, fasteignagjöld 2000, Visa rað fyrir allt innbúið mitt líklega 6000. Þá...

Re: Útlendingar í Danmörku undirriti búsetuskilyrði

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ég kíkti á þetta og ég er ekki sammála þeirri fullyrðingu að erlendir ríkisborgarar gangi fyrir með vinnu í heimalöndum sínum. Það er alls ekki svoleiðis alls staðar. Mér finnst líka vanta algjörlega hjá ykkur hvaða réttindi innflytjendur eiga að hafa meðan þeir eru einhvers staðar á millistiginu, þ.e. fólkið býr á Íslandi, er með atvinnuleyfi en ekki búið að vera nógu lengi til að fá ríkisborgararétt. Í flestum löndum er hægt að fá einhvers konar búseturétt sem veitir þér óbundið...

Re: Mannanafnanefnd

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ó, og meðan ég man þá er Gló líka leyft nafn en ég er ekki viss um að Gling- sé þekktur forliður. Hins vegar gætirðu kannski fengið að heita Gautgló, Geirgló, Gestgló, Gilsgló, Gíslgló, Gjafgló, Grímgló, Guðgló, Gullgló eða Gunngló. Bara spyrja nefndina :) Það væri líka athyglisvert að spá í hvort það yrði leyft nafn eins og Jónjón eða Þórþór. Bæði eru þekktir forliðir og endingar. Ég heyrði líka um strák sem vildi taka upp millinafnið Ómar en var neitað á þeim forsendum að hann hét Ómar...

Re: Mannanafnanefnd

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Kannski eru þetta nöfn sem þegar voru til og var hefð fyrir. Annabella er leyft. Magdalena og Rósalind er leyft. Það eru líklega bæði gömul nöfn. Þórörn er leyft er Þór- er náttúrlega líka forliður við öll möguleg nöfn. Annars nennti ég nú ekki að fletta gegnum þetta allt en mikið ofboðslega er til mikið af ljótum nöfnum. Hafið það í huga líka að öll þessi nöfn hafa verið notuð, annars hefðu þau ekki lent á listanum :)

Re: til þeirra sem taka Thyroxin Natrium

í Heilsa fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Thyroxin Natrium er lyf sem er gefið fólki sem er með vanvirkan skjaldkirtil. Skjaldkirtillinn stjórnar brennslu þannig að fólk sem er með hann vanvirkan er oft þreyttara og feitara en annað fólk. Samt engin algild regla hérna. Hjá mér fattaðist þetta fyrir algjöra tilviljun þegar ég var í blóðprufu út af öðru. Thyroxin er alla vega hormón sem skjaldkirtillinn á að framleiða og þegar hann er ekki að standa sig þá fær fólk það úr þessum töflum.

Re: Skáluðum í kvöld

í Heilsa fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Til hamingju með það. Vonandi gengur allt vel :)

Re: Útlendingar í Danmörku undirriti búsetuskilyrði

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ok, I'll bite. Hverju viltu láta breyta frá þeim reglum sem við höfum nú þegar?

Re: Mannanafnanefnd

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Er ekki eignarfallið af Elín = Elínar? Elín um Elínu frá Elínu til Elínar ? Annars eru sum samsett nöfn leyfð. Ég veit ekki alveg eftir hverju þeir fara í þeim efnum.

Re: @kynslóðin

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Mér finnst að lágmarkslaunin mættu vera hærri en ég er samt langt frá því að vera sammála þér að maður þurfi 250 útborgað til að lifa mannsæmandi lífi. Fyrstu tvö árin eftir skóla þá var ég alls ekki á svona háum launum. Ég var með 150 á mánuði fyrir skatta þegar ég byrjaði og 160 þegar ég hætti hjá því fyrirtæki 2 árum seinna og enga yfirvinnu. Samt tókst mér að kaupa íbúð og koma afborgununum niður í 10 þús. kall á mánuði á þessum 2 árum. Þegar ég keypti íbúðina átti ég ekki krónu í...

Re: nauðsyn?

í Farsímar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Eftir að ég flutti til Kanada þá keypti ég mér að sjálfsögðu GSM um leið og ég kom út en málið er að ég skil hann yfirleitt eftir heima. Það er miklu sjaldgæfara að fólk sé með GSM hér úti. Og hver er svo ástæðan fyrir að vera að ganga með þennan hlunk í vasanum? Af því að einhver gæti viljað ná í þig? Eða af því þú vilt geta náð í einhvern? Ok, ég get skilið það að taka símann með ef einhver gæti nauðsynlega þurft að ná í þig, t.d. konan þín er ólétt og alveg að fara að eiga og þú átt von á...

Re: @kynslóðin

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Jú, þeir verða að hafa svona mikil laun vegna þess að það sem þeir gera er svo leiðinlegt. Ef þeir gætu fengið sömu laun fyrir að gera eitthvað skemmtilegt þá myndi enginn fást til að vinna þessi störf ;)

Re: @kynslóðin

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Veistu það að ég er með svo rétta hugarfarið að ég nenni ekki lengur að vinna við það sem ég gerði (forritun) vegna þess að mér finnst það orðið leiðinlegt. Ég hætti þess vegna og lifi núna á öllum aurunum sem ég var búinn að safna mér meðan ég var með 250 á mánuði í vasann :) Ég er mikið að spá í að fara í iðnnám en ekki búinn að ákveða hvað mig langar að gera enda liggur ekkert á. Mér er nokk sama hvað ég enda með í laun svo framarlega að ég hafi í mig og á enda búinn að sjá að peningar...

Re: @kynslóðin

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Þú getur lifað mjög flott á 250 þús útborgað. Ég veit það vegna þess að ég var með það í laun og ég var með miklu meiri pening en ég hafði nokkuð að gera við. Það er alltaf smá þröskuldur að eiga fyrir útborgun á íbúð en fyrir þá sem eru að byrja þá er langbest að kaupa bara ódýrustu ósamþykktu íbúð sem þú finnur, svo fremi að allt sé í lagi. Þú getur alltaf selt hana aftur einhverjum öðrum sem er að byrja og keypt þér betri þegar þú ert kominn með meiri pening. Þetta er alla vega það sem ég...

Re: vantar !

í Kettir fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Tékkaðu í Kattholti. Annars sammála síðasta ræðumanni að það er líklegra að fólk passi betur upp á ketti sem eru “tegundir” og það hefur þurft að borga fyrir en þú gætir fengið kött sem er skógarkattablanda. Þú veist ekki nema reyna.

Re: Hundahald í stigagangi

í Hundar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Þetta eru lög um fjöleignarhús, 41. gr. og hægt að sjá á http://www.althingi.is/lagas/126b/1994026.html Það er ekki nóg að hafa samþykki meirihluta eigenda. Það sem var rýmkað í þessu nýlega er að það er nóg að hafa samþykki þeirra eigenda sem eru með sama inngang/stigagang. Áður þurfti samþykki allra í húsinu þó það væri ekki sameiginlegur inngangur.

Re: Mannanafnanefnd

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Til viðbótar sem fram er komið hérna með Skúta og Skíði þá máttu líka skíra strákinn þinn Skefill. Nei honum verður ábyggilega aldrei strítt, líklega kallaður Pottaskefill allan barnaskólann :) Eða hið ágæta leyfilega stúlkunafn, Týra. Er það ekki yfirleitt hundanafn?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok