Ó, og meðan ég man þá er Gló líka leyft nafn en ég er ekki viss um að Gling- sé þekktur forliður. Hins vegar gætirðu kannski fengið að heita Gautgló, Geirgló, Gestgló, Gilsgló, Gíslgló, Gjafgló, Grímgló, Guðgló, Gullgló eða Gunngló. Bara spyrja nefndina :) Það væri líka athyglisvert að spá í hvort það yrði leyft nafn eins og Jónjón eða Þórþór. Bæði eru þekktir forliðir og endingar. Ég heyrði líka um strák sem vildi taka upp millinafnið Ómar en var neitað á þeim forsendum að hann hét Ómar...