ég man í gamla daga þegar farsímar voru ekki til eða jafnvel þegar aðeins fólk sem þurfti virkilega á farsíma að halda átti svoleiðis, það var þegar símarnir kostuðu morðfjár og voru aðeins fyrir v.i.p! en svo varð þetta hentugt fyrir alla og núna er maður orðinn háður þessum viðbjóði.. endalaust hægt að ná í mann og sms og allt þetta kjaftæði, þeir sem eru langt leiddir fá hreinlega kast ef þeir eru frá símanum sínum í meira en 5 mín.. þetta sama fólk getur ómögulega ekki slökkt á símanum sínum í bíósölum, fundum o.s.frv. ég sjálfur er orðin hálf háður þessum fjanda en er að reyna bæra út með að fara í gsm afvötnun.. ætti ekki að vera til dagur símaleysis.. allir slökkvi á símanum sínum, svipað og það er til reyklaus dagur??
mér finnst að við ættum að taka skref aftur á bak og aðeins fólk sem hefur eitthvað við sona síma að gera ætti að eiga þá eins og t.d læknar… en hinir ættu bara vera bora í nefið á sér, t.d hvað hefur 10 áar krakki við gsm síma að gera, reyndar hvað hef ég við gsm síma að gera?? sona er þetta bara og við erum orðin vön þannig þjófélagi að verða algerlega háð tækninni..
minnkum notkun á gsm og verðum sjálfstæð