Sælir “Hugalesendur”.

Eftir töluverða umhugsun ákvað ég að senda inn þessa grein og fá skoðanir fólks.Eins og þjóðfélagið okkar er í dag þá vita allir að allstaðar leynist sori í samfélaginu.Allstaðar leynast hættur og því miður er það svo að verðmætasta eign samfélagsins - börn - er í rosalegri hættu.Eftir að netið kom upp hefur þessi sori samfélags getað unnið í mörgum tilvikum óáreittir eða í töluvert langan tíma án nokkurra aðgerða lögreglu.Það sem ég er að tala um (svo það fari ekkert á milli mála) eru barnaníðingar/misnotendur.
Eins og ég minntist á fyrr þá hefur netið því miður hjálpað alveg rosalega við dreifingu á “klámefni tengt börnum”.Í mörgum tilvikum (líkt og gerðist fyrir stuttu síðan þegar “barnaklámshringur” var leystur upp) þá er hægt að gera eitthvað við þá einstaklinga sem haldnir eru þessum sjúkleika. Þeir eru handteknir með “klám” inni á tölvum sínum eða einhverjar aðgerðir teknar svo hægt sé að stöðva aðilann/aðilana.En nú er svo komið að börn allt niður í 11 ára eru farin að stunda spjallrásir (IRC).Þetta að sjálfsögðu opnar tengileiðir fyrir “níðinga” að stunda iðju sína og reyna að tæla til sín börn.Því miður eru börn á þessum spjallrásum oft of trúgjörn og ekki með nægilega mikla rökhugsun í gangi þegar verið er að spjalla við einstaklinga.Margir aðilar hitta aðra af spjallrásum og í einu tilviki (ekki langt síðan) þá hitti “barnaníðingur” stelpu af spjallrás og hver veit hvað hann reyndi að gera?Því miður eru krakkar oft hræddir við einstaklinginn sem reynir að misnota þau og þess vegna segja þau ekkert.Í mörgum tilvikum hafa þau líka lofað að segja engum neitt og vilja ekki svíkja einstaklinginn því það er sannað að krökkum finnist þau eiga sök á því sem er að gerast (þ.e. misnotkuninni). Núna eru margir eflaust að spyrja sig hver tilgangur þessarar greinar er.Nú skal ég koma inn á það.Fyrir stuttu síðan kom upp umræða á “ircinu” þar sem verið var að ræða hætturnar sem leynast í því að hitta einstaklinga af “ircinu” (þá er mest verið að tala um börn þó fullorðnir lendi oft í einhverju af því að hitta aðra af “ircinu”).Út frá þessari umræðu kom síðan upp umræðan um hvað væri hægt að gera?Það hafa verið dæmi þess að einstaklingar hafa verið að reyna að tæla til sín börn með ýmsu.Hvort sem það hefur verið að fá eitthvað frítt eða eitthvað annað.Það hafa verið uppi raddir á ircinu með að einstaklingur sé á “ircinu” og sé að reyna að fá börn til að hitta sig og hefur sá aðili þóst vera yngri en hann er.Það hafa líka vaknað spurningar eins og : “Hvað ef hann er þegar búinn að hitta einhverja/r?”,“Hvað er hann búinn að gera með þessum börnum sem hann hefur hitt?”.Þetta eru því miður spurningar sem enginn nema hann getur svarað (nema náttúrulega að barn tali um þetta að fyrra bragði við foreldra - sem oft hefur tekið of langan tíma).Og út frá þeim spurningum sem ég greindi að ofan þá spyr maður líka sjálfan sig að því hvað lögreglan geti gert?Því aðilinn þarf ekki endilega að vera með neitt “klámtengt efni” inni á tölvunni sinni.Ef þessi einstaklingur hittir barn og barnið vill ekkert segja og lögreglan leitar heima hjá honum að einhverju sem gæti stutt þann grun að hann hafi misnotað einstakling en finnur ekkert þá er rannsóknin sama sem ónýt!Hvað er hægt að gera?Það er alveg fáranlegt oft á tíðum að sjá einhverja krakka (11-14) vera að tala um að “hössla” eða “ég er svaka sexy babe” eða eitthvað á “ircinu”.Ég veit að á þessum aldri þykjast krakkar hafa vit á öllu og þurfa enga aðstoð eða neitt en hver hjálpar þeim ef eitthvað kemur upp á þar sem þau þurfa VIRKILEGA aðstoð?Einungis fullorðnir geta hjálpað þeim.Því miður er lögreglan oft með “við getum ekkert gert í þessu nema ”þetta“ gerist ”rútínuna“”.En hvenær er hægt að stöðva þetta fólk sem fer svona fínt í þetta?Þegar það er búið að gera eitthvað sem skemmir einstakling til lífstíðar?Þetta eru spurningar sem því miður er ekki hægt að svara (að minnsta kosti veit ég ekki til að lögreglan geti svarað þessu).Er þetta mál eitthvað sem við verðum sjálf að vinna úr?Þarf kannski á endanum að hreinlega vakta allt sem fer manna á milli á “ircinu”?Bara vegna þess að annað hvort foreldrar geta ekki aðeins haft auga með börnum sínum eða að þeim er hreinlega sama hvað þau gera?
Ég er ekki að gefa í skyn að foreldrum sé sama þó börn þeirra geri eitthvað af sér eða verði fyrir misnotkun en því miður hefur það sýnt sig of oft að óvöktuð börn lenda oftar verr í því en þau sem vöktuð eru (hvort sem um er að ræða að þau séu veikari og verr stðdd fyrir hættum eða að þau velji slæman veg í lífinu).
Kveðja,
Olgerland.