Það hefur eitthvað verið ritað um þessa nefnd hér á huga, og margir á móti því að það séu einhverjir kallar út í bæ að skipta sér af því hvað við megum skíra börnin okkar.
Ég fann upplýsingar um hvaða nöfnum nefndin hefur hafnað síðan 1.jan 1997 og ég verð að viðurkenna að ég er fegin fyrir hönd þessara barna sem áttu að bera sum þessara nafna að þessi nefnd sé til.
Ég geri mér grein fyrir að sumir af þessum foreldrum eru kannski erlendir og ég get alveg skilið að þeir vilji skíra barnið nafni sem fittar þar, en ég er viss um að það sé mikið af þessu alíslenskt fólk með lélegan smekk!

Stúlkunöfnum sem var hafnað:
Abel
Anastasia
Angel
Annalísa
Annarósa
Apríl
Aríele
Aríelle
Arnapála
Axel
Bjarkar
Blær
Christine
Eliza
Elíza
Grethe
Guri
Inga-Lill
Iren
Jeanne
Jennifer
Kap
Kristianna
Kristínbjörg
Kæja
Lily
Maia
Maj
Mariame
Marieanne
Marís
Nancy
Naomi
Randy
Rebecca
Rosemarie
Rósenkrans
Satanía
Stefanie
Timila
Veronica
Viborg
Yasmin
Ýrena
Ýri
Ýrí
Örn

Drengjanöfnum sem var hafnað:
Aaron
Adrian
Aðalbjörgvin
Anthon
Antonio
Anthony
Antorn-Gabriel
Arnarsteinn
Bald
Ben
Benedi kts
Dominic
Eilif
Fryolf
Gígja
Hávarr
Heiðaringi
Hnikarr
Ian
Ísarr
Járnsíða
Jóhan

Killian
Kos mo
Leo
Lorenzlee
Lusifer
Marthen
Nathan
Niels
Ól af
Ralph
Regin
Sven
Sævarr
Tryggvason
Vincent
Vídó
Werner

Haldið þið að stelpunni sem heitir t.d Örn Guðmundsdóttir eða stráknum sem heitir TryggvaSON Jónsson yrði ekki strítt í skóla, eða Ká Pétursson, Járnsíða Jónsson, Axel Jónsdóttir ?
Ég setti inn svipaða grein fyrir nokkru um leyfileg einkennileg nöfn, og samkvæmt þeim lista mínum er ég viss um að fólk sem vill endilega setja furðunöfn á barnið sitt, hefur úr nógu að velja.
Ég er mjög ánægð með að þessi nefnd sé og hún er greinilega að vinna vinnuna sína.

Kv. EstHe
Kv. EstHer