Annað sem mér datt í hug. Þegar ég var með fugla þegar ég var yngri, þá setti ég alltaf handklæði yfir búrið á nóttunni til að láta þá fara að sofa. Þeir voru nefnilega inni í herberginu mínu og það hefði verið læti í þeim annars, sérstaklega á morgnana á sumrin. Ef þú gerir þetta, þá reynir kötturinn kannski ekki að gera neitt þó hann komist inn ef hann sér ekki fuglinn. Bara hugmynd.