Fólk getur náttúrulega safnað fyrir því sem það langar að kaupa eins og gert var hérna í gamla dag þegar fólk hreinlega gat ekki fengið bankalán vegna þess að það var ekki til peningur í þjóðfélaginu. T.d. þig langar í tölvu sem kostar 100 þús. Þú getur keypt hana á visa rað í 3 ár með 18% vöxtum eða hvað það er, skv. reiknivél bi.is myndirðu enda með að borga 132 þús fyrir tölvuna. Ef þú sparar í staðinn, sömu upphæð, ca. 4000 á mánuði, myndi það ekki taka þig nema 2 ár að eiga fyrir...