Mér finnst að við Íslendingar ættum að breyta um þjóðsöng og ég held að það séu margir sem eru sammála mér. Þjóðsöngurinn sem við höfum núna (Ó, Guð vors lands) er einstaklega leiðinlegur og aðeins sárafáir Íslendingar kunna hann. Það sést nú á fótboltaleikjum að nánast enginn kann laqið sem er núna þjóðsöngur Íslendinga.
Það kunna kannski einhverjir fyrstu línuna í þjóðsöngnum en ekki meira.
“Ísland er land þitt” eftir Margréti Jónsdóttir er mun skemmtilegri og auðveldara er að muna hann auk þess sem það er auðveldara að syngja það.

Hvað finnst ykkur og komið endilega með fleiri hugmyndir af þjóðsöng.