Það er alltaf verið að brýna fyrir hundaeigendum að tína upp skítinn eftir hundana sína, sem er jú mjög gott mál!
Okkur er sagt að það séu svo fá hundasvæði vegna þess að hundaeigendur hugsa svo illa um náttúruna, skilja bara skít eftir hér og þar.
Nú var hundagangan í gær og var hún uppað Rauðavatni þar sem við erum vön að hittast. Svo eru rosalega margir sem fara þangað daglega með sína hunda!
Jú það er svolítill skítur þarna, en stór ástæða fyrir því er það er engin ruslatunna þarna!
Ef það væri ruslatunna þarna þá væri mun betur gengið um, það er ég nokkuð vissum! Ég er allavega ekki á leiðinni að fara með minn hund uppað Rauðavatni, setja skítin í poka og keyra með hann í næsta rusl sem gæti tekið alveg 10. mínútur..
Ef ég á að henda skítnum þá finnst mér nú lágmark að það sé ruslatunna fyrir mig!