Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

lhg
lhg Notandi frá fornöld 230 stig

Re: Um hinn svokallaða innflytjendastraum til Íslands

í Deiglan fyrir 23 árum, 1 mánuði
Það væri vissulega breyting en finnst þér þróunin virkilega vera sú að það stefni í þetta? Hvað er múslimum t.d. að fjölga hratt á Íslandi? Eða svörtum og Asíubúum? Þó straumur innflytjenda virðist vera mikill þá er mikið af þessu fólki frá Evrópu og jafnvel okkur nær eins og norðurlöndunum. Auk þess þó það komi margir þá fara líka margir aftur til síns heima. Ég þekki t.d. hjón frá A-Evrópu sem voru búin að vera hér í 3-4 ár með börn en eru farin heim aftur þar sem þeim fannst of kalt...

Re: Falun Dafa, Falun Gong

í Deiglan fyrir 23 árum, 1 mánuði
Af hverju má þetta fólk ekki kveikja í sér ef það vill? Þeirra líf.

Re: Um hinn svokallaða innflytjendastraum til Íslands

í Deiglan fyrir 23 árum, 1 mánuði
Þurfum við ekki bara að vera fljótari að veita þeim ríkisborgararétt svo þeir séu ekki lengur útlendingar? :) Til samanburðar voru tæplega 5 milljónir innflytjenda í Kanada árið 1996 skv. http://www.statcan.ca/ en íbúafjöldi þar er um 30 milljónir alls. Þar af hafði rúm milljón flutt til landsins fyrir 1961 en rúm milljón síðustu 5 árin áður. Kanadamenn hafa sko engar áhyggjur af sínum innflytjendum og eru ennþá að taka inn ca. 225 þús. manns á ári, enda segja þeir þá yfirleitt betur...

Re: Bílprófið!!!

í Deiglan fyrir 23 árum, 1 mánuði
Þegar ég tók prófið fyrir all mörgum árum man ég ekki betur en þetta hafi verið skylda alla vega fyrir þá sem bjuggu á höfuðborgarsvæðinu en mig minnir að það hafi ekki verið nema 4 kvöld og það hafi ekki verið svona lengi í hvert skipti, kannski meira eins og 3 tíma í einu?

Re: Fátækt í ríkum heimi.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ok, frjáls markaður, engin lágmarkslaun. Nú er atvinnuleysi í þjóðfélaginu og atvinnurekendur bjóða laun sem ekki duga til að lifa af. Hvað gera bændur þá? Jú, þeir sem búa í pappakassa geta undirboðið hina sem borga leigu. Þeir sem búa í pappakassa gera það áfram vegna þess að þeir hafa ekki efni á að leigja en hinir sem leigja og hafa ekki vinnu missa húsnæðið og enda líka í pappakassa. Ég næ ekki alveg hagur hvers batnar við það. Hins vegar er ég alveg sammála því að það er of mikið af...

Re: Sumarbústaðir

í Hundar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Jú, en hundahótel eru bara fyrir hunda og fólk vill kannski hafa hundinn með í fríið eins og aðra fjölskyldumeðlimi.

Re: Hundurinn minn

í Hundar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Hann var nú engin tegund. Sagt var að pabbi hans hefði verið border collie og mamma hans var líklega einhver terrier blanda. Annars átti frænka mín líka einhvern blending og hann var líka rosaklár. Þau gátu ekki haft hann lengur og hann var sendur í sveit en fann upp á því að lauma sér inn í mjólkurbílinn og strjúka með honum í bæinn. Svo var hann náttúrulega alltaf sendur með mjólkurbílnum til baka í sveitina daginn eftir nema ef hann kom á föstudegi, þá var engin ferð með bílnum yfir...

Re: Hundurinn minn

í Hundar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Já en fáum við ekki einhverja góða sögu af hundinum? Svo ég segi smá af hundinum mínum þá var hann alltaf á lóðaríi af því hann var ekki geldur. Í fyrsta skipti sem hann fann lykt af tík þá grét hann alla nóttina af því hann fékk ekki að komast út. Svo lærði hann að opna hurðir og ef það var ekki læst, þá var hann farinn. Líka mjög duglegur að skjóta sér út ef einhver opnaði og hlýddi þá engu. Stundum gerði hann sér upp æluhljóð til þess að fá einhvern til að opna strax af því maður vildi...

Re: BOÐORÐIN 10 (handa foreldrum)

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Þýðir þetta ekki bara að þú færð börnin þín “lánuð” í skamman tíma en “átt” þau ekki? Þegar þau vaxa upp skilar þú þeim út í þjóðfélagið sem vel mótuðum einstaklingum, alla vega ef vel hefur til tekist :)

Re: munaðarleysingjarnir í kattholti

í Kettir fyrir 23 árum, 1 mánuði
Best að hringja fyrst. Alla vega þegar ég var með týnda kettlinginn, þá sögðu þau að þau gætu ekki tekið við honum þann dag þannig að ef ég hefði komið með hann þá hefði ég líklega verið rekinn heim aftur.

Re: Góð ráð fyrir verðandi kattaeigendur : )

í Kettir fyrir 23 árum, 1 mánuði
Það er samt meiri hætta að þær lendi fyrir bíl á nóttunni vegna þess að ökumenn sjá þær ekki og líka vegna þess að fólk keyrir hraðar af því það er minni umferð og færri löggur.

Re: munaðarleysingjarnir í kattholti

í Kettir fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ég hef einu sinni lent í að fara með kött í Kattholt sem ég fann og mér fannst þetta fólk þarna vera hálfgeðveikt. Þetta var týndur kettlingur sem var búinn að komast inn í þvottahús hjá mér og þegar ég henti honum út og lokaði glugganum þá sat hann fyrir utan í rigningunni í 2 tíma og grét þannig að hann greinilega rataði ekki heim. Þá tók ég hann inn og talaði við Kattholt en þau sögðust ekki geta tekið hann fyrr en daginn eftir. Ok, ég geymdi hann í einn dag og fór svo með hann. Þá heldur...

Re: þjóðarsálina aftur!!

í Tilveran fyrir 23 árum, 1 mánuði
Já, segðu. Þetta var uppáhalds þátturinn minn. Alltaf sama fólkið að hringja og nöldra :)

Re: Sumarbústaðir

í Hundar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Það sem er meint með þessu er að þegar fólki er sagt að það megi ekki fara með hundinn þá segir það bara ok og gerir ekkert meira í málinu þó það kannski sætti sig ekki beint við þetta og kvarti hér á Huga. Það sem fólk ætti að vera að gera er að safna undirskriftum t.d. á vinnustaðnum sínum eða hjá þeim sem eru í sama stéttarfélagi eftir einhverjum leiðum og fá hundaeigendur innan félagsins til að þrýsta á um það að alla vega verði leyft að vera með hunda í 1-2 bústöðum til reynslu. Annars...

Re: það stendur..

í Hundar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Það er bara verið að meina að hundurinn er ekki jólagjöf sem maður getur sett inní skáp ef manni fer að leiðast hann. Hann lifir kannski í 15 ár og maður tekur að sér þessa ábyrgð.

Re: hann var svæfður

í Hundar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Leiðinlegt að það var ekki hægt að gera neitt. Ég fékk hundinn minn 4 vikna gamlan. Ég var bara krakki og vissi ekki að hann ætti að vera eldri. Fólkið sem átti tíkina vissi það ekki heldur. Þau vildu bara losna við hvolpana og voru þegar búin að gefa einn. Voffinn minn var alltaf með svona hálfgerð óöryggis vandamál og dýralæknirinn sagði að það væri útaf þessu.

Re: Hundar á tjaldsvæðum

í Hundar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Prófaðu að tala við tjaldstæðin og reyna að panta öll plássin. Þeir gætu alveg verið til í svoleiðis díl. Síðast þegar ég var í útilegu þar sem hundur var með, þá fórum við í Laugarás og vorum á tjaldstæði þar, ekki því sem er við bensínstöðina heldur hinu. Það var öllum sama um hundinn.

Re: Íslendingar í sárri fátækt.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 1 mánuði
Þér að segja þá veit ég ekkert rosalega mikið um þetta en fann þetta á http://www.neskirkja.is/eldraefni9.htm —– 3. Almenningur stendur ekki „straum af launakostnaði klerka.“ Þetta er rangt þar sem laun presta eru greidd skv. samningi ríkis og kirkju frá 1907 en þá yfirtók ríkið til vörslu og ávöxtunar jarðeignir kirkjunnar gegn því að greiða prestum laun. Þessi samningur var endurskoðaður og lög samþykkt þar um nr. 78/1997. Laun presta fara eftir sem áður um ríkissjóð en eru ekki framlag...

Re: Rusl póstur frá helvíti ( eða Friði 2%)

í Tilveran fyrir 23 árum, 1 mánuði
Þetta er bannað með lögum, sjá 14 gr. í http://www.althingi.is/altext/stjt/2000.046.html Ef þú ert búinn að skrá hjá Hagstofunni að þú viljir ekki fá ruslpóst má aldrei senda þér. Það er þeirra að tékka hver á þessar addressur sem þeir eru að safna og hvort þeir eru skráðir á ekki-ruslpóst skrána. Jafnvel þó þú hafir ekki skráð þig hjá Hagstofunni þá mega þeir bara senda þér einu sinni og þá gefa þér kost á að veita samþykki til að vera á póstlista þeirra. Ef þú veitir ekki samþykki mega...

Re: Sumarbústaðir

í Hundar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Það er nú frekar stutt síðan þetta var rætt hérna: http://www.hugi.is/hundar/greinar.php?grein_id=46251 Ég er alla vega ennþá sömu skoðunar að sumir hundaeigendur eyðileggja fyrir öðrum og sumir myndu ekki þrífa vel og skilja eftir hundaskít út um allt í kringum bústaðinn. Mér finnst samt að stærri stéttarfélög með marga bústaði gætu alveg prófað að gera einn eða tvo leyfilega fyrir hunda, a.m.k. til reynslu. Þá getur fólk sem er með slæmt ofnæmi bara leigt hina bústaðina þar sem má ekki...

Re: pirrandi strákur sem er yngri en ég

í Tilveran fyrir 23 árum, 1 mánuði
Vá, ég ætla rétt að vona að maðurinn hafi fengið dóm. Þú keyrir ekki á fólk viljandi. Auk þess sem flestir þeir sem leggja í einelti eru hreinlega bara vanþroska og fatta ekki hvað þeir eru að gera.

Re: Á gamalt, veikt fólk að keyra?

í Deiglan fyrir 23 árum, 1 mánuði
Gamalt fólk þarf að standast læknisskoðun til að fá endurnýjað og þarf að endurnýja oftar. Þegar ökuskírteinið rennur út hjá þeim sem er 70 getur hann fengið 4 ár, næst bara 2 í einu fram að 80 ára, eftir það bara eitt í einu. Kannski er kerfið samt ekki að virka vegna þess að læknisskoðunin sé ekki nógu ströng eða fólk kannski með sæmilega heilsu þó það geti ekki keyrt. Það þyrfti kannski að taka upp hæfnispróf. Ef þú heldur að þessi maður sé virkilega hættulegur í umferðinni, af hverju...

Re: Íslendingar í sárri fátækt.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 1 mánuði
Eftir því sem ég best veit þá greiðir ríkið laun presta þjóðkirkjunnar og ekki annarra safnaða og ku það vera vegna þess að ríkið fékk einhverjar eignir sem kirkjan hafði sölsað undir sig í gegnum aldirnar. Ég hef ekki hugmynd um hver borgar fyrir kirkjubyggingar en veit að í mörgum litlu söfnuðunum eins og Krossinum, Veginum o.s.frv. tíðkast að safnaðarmeðlimir borgi tíund af tekjum sínum til safnaðarins. Ríkið borgar líka skráðum trúfélögum fast gjald á haus fyrir hvern sem er 16 ára eða...

Re: Afmæli !

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Eitthvað geðveikt skapandi, t.d. teikniblokk og vatnsliti.

Re: Íslendingar í sárri fátækt.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 1 mánuði
Nú trúi ég ekki á guð þannig að ég myndi aldrei leita til prests til sálgæslu minnar. Væri ekki betra að eyða þessum pening sem fer í kirkjuna í að hafa ókeypis eða niðurgreidda sálfræðiþjónustu þar sem einhver getur verið á bakvakt? Alla vega frekar en að segja fólki bara að leita til presta, hvort sem það trúir á guð eða ekki.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok