Ég hef reyndar aðra reynslu af þessu með tímalengdina. Það hefur oft liðið vika hjá mér. Síðast þegar ég var að sækja um, þá sótti ég t.d. um 3 auglýsingar í Mogganum sama daginn. Ein svaraði aldrei, hinir 2 kölluðu mig í viðtal. Annar hafði fengið mjög mikið af umsóknum og ætlaði að vinsa út og kalla alla aftur í viðtal þegar þeir væru komnir með útvalinn hóp, það átti að gerast innan viku. Svo gerist ekki neitt og ég búinn að gefa þá upp á bátinn þegar viku eftir viðtalið hringir hitt...