Vegna súlurits sem Ritter sendi inn hingað á huga.is og var byggt á uplýsingum frá hagstofu.is ákvað ég að fara þanngað inn og verða mér út um upplýsingar um hvernig hin raunverulega heildstæða mynd er af fjölda erlendra ríkisborgara á Íslandi.
Frá hagstofa.is fékk ég eftirfarandi upplýsingar sem mér finnst segja meira en einungis upplýsingarnar um þróun fjölda erlendra ríkisborgara á Íslandi.
Staða þann 31. desember 2001
Íslenskir ríkisborgarar með lögheimili erlendis:
25.909
Erlendir ríkisborgarar með lögheimili á Íslandi
9.850
Í þessum tölum teljast ekki hinir bandarísku varnarliðsmenn eða erlendir starfsmenn í sendiráðunum hérlendis eða Íslendingar í íslenskum sendiráðum erlendis, enda eru viðkomandi ekki með viðvarandi viðkomu í landinu.
Þessar tölur túlka ég sem svo að Íslendingar hafi engan siðfræðilegan rétt til að kvarta yfir fjölda erlendra ríkisborgara hérlendis á meðan að staðan er sú að Íslendingar þiggja meira en þeir gefa í þessu samhengi.

Biko (Einn af fjölmörgum Íslendingum sem eru búsettir í Danmörku)