Ég var að spá í því að gera eins og ég er að reyna að gera á hestaáhugamálinu svona til að lífga aðeins áhugamálin við að við skyldum fjalla um dýrin okkar.

Ég ætla því að fjalla um Gosa sem var blanda af labrador og golden Retriver. Komið endilega með sögur af eitthverjum af ykkar hundum :)

Gosi minn var í eigu bróður hennar mömmu, sem reyndar bjó hjá okkur svo Gosi var nú einn af minni fjölskyldu :)
Hann náði þeim merkisáfanga að verða 13 ára gamall :) Algjört æði var hann.
Hann var svo hlýðin og klár. Hlýddi reyndar ekki alltaf, nema þegar honum hentaði ;)
Alltaf var hann nú til í sofa með manni undir sæng og leyfa manni að halda utan um sig og knúsa sig :)
Góður varðhundur var hann, ef eitthver kom nálægt húsinu þá gelti hann og sama á við um bílinn :)
Það var síðan þann 27.des 99 að hann dó :/ Hann var reyndar orðin frekar gamall og var komin með gigt og svona.