Jæja
Ég er aðeins að spá í þetta með bílprófið. Mér finnst að það sé gerður of mikill munur á bóklega og verklega prófinu. Bóklega prófið þykir vera geðveikt erfitt en verklega alveg skítlétt. Ég hef t.d. ekki heyrt um neinn sem hefur fallið á verklega prófinu en ég hef heyrt um fullt af fólki sem hefur fallið á bóklega prófinu. En fyrst þetta þarf að vera svona miserfið próf þá finnst mér að verklega prófið ætti að vera erfiðara prófið þó svo að maður þurfi að kunna öll merki og svoleiðisdót þá finnst mér það skipta meira máli hversu öruggur maður er við aksturinn og hversu flinkur maður er því að í óvæntum aðstæðum eins og það að barn hlaupi fyrir bílinn þá finnst mér viðbragð og snerpa ökumannsins skipta meira máli. En mig langaði að fá að vita hvað ykkur finnst um þetta.