Ég hef núna síðustu daga verið að fá ruslpóst sem er sendur út á vegum Friðar 2000 og er ekkert yfir mig hrifinn. Aðal ástæða þessa er að í fyrsta póstinun sögðu þeir frá því hvernig þeir fengu netföngin, þeir söfnuðu þeim af ýmsun póstlistum og af aðkeyptum geisladiskum sem eru seldir eimitt til að geta angrað marga í einu.
Mín skoðun er sú að þeir eigi að nota eigin póstlista sem fólk getur skráð sig sjálfviljugt á. það er alveg nóg áreitið af erlendum ruslpósti svo ekki bætist svona við. Því vil ég hvetja alla sem eitthvað hafa á móti slíkum sendingum til að setja sig í samband við sendandan bæði í tölvupósti og símleiðis (það má sleppa dónaskap), ég held að þeir hafi gott af því að fynna hvaða skoðun fólk hefur á þessum sendingum. Ég hringdi sjálfur í Ástþór 5571000 og vildi vita á hvaða forsendum ég er að fá SPAM frá þessum samtökum.

Óli Þorsteinss