Ég er með svona. Ég sé þetta sem hár eða kusk og yfirleitt bara útundan mér, ég get ekki horft beint á blettinn. Það ber mest á þessu ef ég er í mikilli birtu, sólskini, snjó, horfi á himininn, les bók í góðri birtu o.s.frv. Augnlæknir sagði mér að þetta héti “þétting í glerhlaupi”, þ.e. hlaupið sem er inni í auganu hefur kekkjast smá. Þetta er ekki hættulegt og þetta er algengara hjá þeim sem eru nærsýnir. Það er hægt að taka þetta en þar sem þetta er ekki sérlega truflandi og alltaf áhætta...