Það er þvílíkt magn upplýsinga í gangi í kerfinu og ef einhver hefði vald til að tengja þær allar saman, þá gæti sá hinn sami vitað þvílíkt um þig og þitt einkalíf. Hvert þú hringir, hvar þú verslar, hvað og hvenær o.s.frv. Hins vegar er enginn sem getur tengt allar þessar upplýsingar. Ef þú værir virkilega með ofsóknaræði, þá myndir þú sleppa því að vera með síma, tala aldrei við neinn nema í hávaða undir berum himni, nota aldrei bankakort, greiðslukort eða punktakort og auðvitað myndir þú...