Hvernig endar þetta? Eftir að hafa lesið þessa grein gætu sumir talið mig með ofsóknaræði, en er það ekki bara cool ?

Ég hef mikið verið að pæla í aukinni tilhneigingu yfirvalda til að fylgjast með okkur og hvaða aðferðum þau muni beita, engum gat dottið í hug fyrir 20 árum að myndavélar væru sjálfsagður hlutur inn í grunnskólum landsmanna, svo ég hef verið að hugsa hvað það er sem okkur mun finnast sjálfsagður hlutur eftir 20 ár? … t.d. munu vera komnar myndavélar inn í kennslustofur, það gæti hugsast, og mun okkur þá finnast það sjálfsagt þegar þeim verður potað þangað, - líklegast. Að myndavélar yrðu settar inn í stofur, því mundi vera mótmælt kröftulega, - allavega í mínum skóla og þeim skólum sem ég hef gengið í, en já, og fyrir um 20 árum, hefði átt að setja myndavélar inn í grunnskóla eins og tíðkast núna þá hefði því verið mótmælt, en afhverju var því ekki mótmælt? Já, líklegast hefur einhver skólakrakkinn verið laminn/stunginn/troðið inn í skáp, svo einhverjir kallar ákváðu, “nú þarf að stoppa þetta og við stoppum þetta ekki nema með myndavélum” Já, öllum fundist það sjálfsagt og myndavélar eru út um allt í skólum, en í mínum skóla var það þannig að ef einhver átti að vera barinn, þá var hann barinn, og fyrst það var ekki hægt að nálgast hann í skólanum þá var það á leiðinni heim, eða í hléum þar sem krakkar fóru í verzlanir í kringum skólann, svo myndavélar hafa vissulega stoppað ofbeldi inn í skólum upp að vissu marki - þær stoppa t.d. ekki einelti því hef ég orðið vitni að, en hvað á þá að gera næst? Setja myndavélar á hvern einasta ljósastaur og þegar þær koma, mun okkur finnast það sjálfsagt? Kannski, en ég veit að stjórnvöld munu reyna að gera sjálfum sér heimillt að fylgjast með okkur öllum, hvað sem það mun taka þau mörg ár.

En tilgangur minn að þessu er nú sá, að kennari minn í félagsfræði var að tala um símann - sölu símans og hvað er planað um inneignina, já, bráðlega þegar þú ferð út í búð og kaupir þér inneign, þarftu að skrá hana á þína kennitölu, nú gettu afhverju. Rétt - þetta mun þjóna þeim tilgangi að GSM síminn þinn getur verið hleraður hvar sem er og hvenær sem er, bara þegar “þeir” vilja. Stjórnvöld segir þetta vera gert til að geta hlerað grunaða dópsala, en já, mér líst ekkert alltof vel á að búa í lögregluríki, maður verður þá kannski örruggur fyrir ofbeldi af hendi “vondu kallanna” en hvað ef maður er grunaður saklaus, þá fer löggann að hlera símann hjá manni og maður veit ekkert af því, fer að fylgjast með manni hvert sem maður fer með myndavélunum á staurunum, og um leið og maður mundi gera eitthvað lítið af sér, sama hversu lítið, yrði maður tekinn með valdi og yfirheyrður með valdi og talinn sekur allann tímann, líst ekkert á þetta, en þetta er framtíðin fyrir börnin okkar þig og mig :(