Rétt áðan fékk ég þessi skilaboð og lykta þau svo:
“þú ert nú meira fkn ógeðið..
ljótari en allt og amma min sem er með víða piku myndi ekki vilja ríða´þínum ljota dela!
rífðu úr þér rifbeinin og tottaðu þig soraviðbjóður
ríða?

kær kveðja og von um feitann drátt ”not“,

þórgnýr í VMA!”

Þess má geta að þetta kom frá vic4

Jæja nú hef ég ekki hugmynd um hver þessi kall er en ég verð að segja að þetta er anskoti brengluð skilaboð. Ég geng í MA (Menntaskólinn á Akureyri) og hann segist vera í VMA, sem er verkmenntaskólinn á Akureyri. Aldrei hef ég nokkurntímann talað niðrandi um verkmenntaskólann eða námsmenn þess og mér finnst þessi “rígur” á milli skólanna hreint útsagt fáranlegur.
Það er verið að sýna leikrit núna í VMA, sem er sameiginlegt verkefni MA og VMA og kallast það “Rígurinn”. Það fjallar aðallega um þennan ríg á milli þessa tveggja skóla, eða svo skilst mér.. Ég á nefnilega eftir að fara á þetta leikrit :)

En þessi skilaboð komu mér gjörsamlega í opna skjöldu og ég fór einmitt útaf þessum skilaboðum að spá í hvað maðurinn er orðinn sjúklega brenglaður. Ekki veit ég hvort þetta sé einhver hrekkur frá kunningja mínum eða hvort það sé full alvara í þessum orðum, en ég veit að þetta er langt fyrir neðan virðingu mannsins. Við drepum hvort annað í stríðum, við gerum sjálfsmorðsárásir á hóp fólks sem bíður í röðum eftir að geta fengið vinnu og við gerum margt fleira viðbjóðslegra enn það. Ég tel að þegar maðurinn var aðeins hellisbúi og notaðist við beitta steina og tréklump til að komast af, hafi verið miklu betur settur þá en í dag. Ef ég gæti spólað tilbaka mankynssögunni þá myndi ég reyna hindra gerð kjarnorkusprengjunnar ásamt einhverju fleiru.

Þetta eru aðeins nokkrar hugleiðingar sem spruttu fram þegar ég las þessi skilaboð svo ekki lesa of djúpt í þetta því ég er ekki alveg viss um hvort þetta meiki eitthvað sens, en mér finnst það allavega…. Hvað finnst ykkur?
osomness